Mannamót 17.janúar 2025!

February 01, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 2 (norðaustur land og austurland)
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Þetta er staðurinn til að hitta fólk og tengjast, hvort heldur sem er sem einstaklingur í ferðahug, fyrirtæki í ferðabransanum eða annað því tengt. Þarna voru saman komin 250 fyrirtæki á einum og sama staðnum í Kórnum í Kópavogi og ég get sagt ykkur að ég náði ekki að skoða almennilega nema brota brot af því sem í boði var en ég náði þó flestu af því sem hugur minn er að toga í mig í næstu ferðar.

Tengslanetið, það er snilld!


Hérna eru þau Þórir Örn Jónsson hjá North East Travel, Halldóra Gunnarsdóttir hjá Edge of the Arctic á Kópaskeri og hún Nanna Höskuldsdóttir  Verkefnastjóri hjá Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - SSNE að kynna Norðurland eystra og allt það sem það hefur upp á að bjóða.

Heimasíðuna Edge of the Arctic má finna hérna en þar má finna upplýsingar um gistingar, veitingahús, hvað á að skoða og hvað hægt er að gera og hafa svo samband  og fá frekari upplýsingar, einmitt það sem ég ætla að gera.


Anton Friðrik Ingþórsson stóð vaktina og kynnti Iceland Hotels By Berjaya á Norðurland.


Karen Rut Konráðsdóttir hægra megin sem rekur Gistiheimilið Lyngholt og Holtið Kitchen bar á Þórshöfn kynnti hvað er í boði hjá þeim og með henni á myndinni er Guðný. 

Gistiheimilið Lyngholt:
Gistirými fyrir 34 gesti í 5 húsum eða alls 17 herbergi.
Morgunverðarhlaðborð á Holtinu yfir sumartímann.
Sérlega heimilisleg gisting með öllum helstu þægindum.

Mikið af fallegum gönguleiðum í nágrenninu ofl áhugavert.

Og allt um Gistiheimilið Lyngholt finnið þið hérna á feisbókinni
Heimasíðan þeirra er hérna


Sigurður og Hildur hjá Gistiheimilinu Grásteinn í Þistilfirði

Gistihúsið Grásteinn:
Gisting í smáhýsum sem rúma þrjá, tveggja manna og fjölskylduherbergi, 6 herbergi alls fyrir allt að 17 manns og morgunverður alltaf innifalinn. Einnig er kvöldmatur í boði fyrir hópa sem þarfa að panta sérstaklega.

Stutt frá Langanesi, Rauðanesi og Heimskautsgerði.

Þið finnið allt um Gistihúsið Grásteinn hérna á feisbókinni
Og heimasíðan þeirra er hérna

Hvorutveggja spennandi kostir sem ég á eftir að skoða vel því leið mín hefur legið lengi á þessar slóðir enda er margt spennandi að sjá og skoða með auga ljósmyndarans og er ég afar spennt að komast einn daginn þangað og njóta en ekki þjóta.


Dagrún Sóla eigandi og Auður Vala Gunnarsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri af Blábjörg á Borgarfirð Eystri kynntu þessa dásemd fyrir ferðaþjónustuaðilum ofl. Dásamlegur staður að heimsækja og gott að gist á Blábjörg en það hefur breyst mikið síðan ég kom þangað fyrst og gisti árið 2021 og frá því að ég kom þangað í fyrra. 

Kyrrð og ró við sjávarsíðuna

Blábjörg Resort er staðsett í fallega sjávarþorpinu Bakkagerði á Borgarfirði eystri. Umkringt fallegum fjöllum og einstakri náttúru. Hér eru fjölbreyttar gönguleiðir og afþreyingarmöguleikar allt árið um kring.


Blábjörg býður upp á fjölbreytta gistimöguleika fyrir dvöl þína.

Blábjörg Resort býður upp á gistiheimili með sameiginlegri aðstöðu, deluxe hótelherbergi með séraðstöðu, auk lúxusíbúða.

Gistihúsið okkar býður upp á 11 lítil en kósy herbergi með 3 sameiginlegum baðherbergjum. Við bjóðum upp á 9 lúxus herbergi með sérbaðherbergjum, svölum og fallegu útsýni yfir fjörðinn. Einnig höfum við 4 íbúðir, 2 stúdío íbúðir með sjávarsýni, 2ja svefnherbergja íbúð og 3ja svefnherbergja íbúð.

Hérna er hægt að fræðst svo um allt í sambandi við KHB brugghúsið þeirra

Hafnarhúskaffi er staðsett við höfnina þar sem allir Lundarnir koma á hverju vori og kveðja aftur á haustin og þá er nú gott að gæða sér á ljúffengu kaffi og heimabökuðu eins og t.d. Rúgbrauðstertunni þeirra. Mæli með!


Musterið Spa – staðurinn fyrir slökun og vellíðan, fyrir líkamann og sálina.

Heimasíðan Blábjörg
Feisbókarsíðan þeirra


Þau hjónin Sævar Guðjónsson og Berglind Steina Ingvarsdóttir kynntu Ferðaþjónustufyrirtækið sitt á Mjóeyri við Eskifjörð á Mannamót. Dásamlegur staður sem er fyrir löngu kominn á minn heimsóknarlista.

Ferðaþjónustan á Mjóeyri er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki í þeirra eigu. Þau bjóða upp á gistingu á notalegu gistiheimili og fallegum sumarhúsum allt árið um kring sem öll eru með frábæru útsýni út fjörðinn Þau reka líka veitingastaðinn Randulffs-sjóhús sem er í einstöku og sögulegu húsi. Áhersla er lögð á ferskan mat úr firðinum eins og fisk, hreindýr, hákarl, harðfisk og síld svo fátt eitt sé nefnt. Veitingastaðurinn er þó aðeins opinn í júní, júlí og ágúst. Ath. að Randulffs sjóhús er opið allt árið fyrir einkasamkvæmi, fundi eða samkomur að ýmsum toga. 

Á Mjóeyri er einnig baðhús. Aðgangur að Baðhúsinu er enginn fyrir þá sem gista á Mjóeyri. Þar er að finna heitan pott í bát, sauna, sturtur og klósett. Í baðhúsinu er einnig þvottaaðstaða fyrir gesti.

Spennandi viðkomustaður!

Heimasíðan þeirra
Feisbókarsíðan


Guðröður Hákonarson og Anna Bella Sigurðardóttir
kynntu Hótel Hildibrand sitt sem staðsett er á Neskaupsstað í hjarta bæjarins. 

Á hótelinu eru 15 rúmgóðar íbúðir með 1 til 3 svefnherberja og svefnplássi fyrir allt að 8 manns. Einnig 5 ný tveggja manna herbergi með baði. En allt í allt eru 29 herbergi á frábærum útsýnisstað og hafa öll herbergin glugga sem snúa út að hafinu.

Kaupfélagsbarinn er veitingastaður sem er staðsettur á neðstu hæð Hildibrand Hótelsins þar sem boðið er upp á hádegisverðarhlaðborð alla virka daga.

Hildibrand á feisbók
Heimasíðan þeirra

Einnig þá reka þau Beituskúrinn sem er veitingastaður staðsettur við höfnina.

Beituskúrinn á feisbók
Heimasíða Beituskúrssins


Hérna er hún Unnur Sveinsdóttir barnabarnið hennar Petru á Steinasafni Petru á Stöðvarfirði að kynna dásamlega safnið þeirra. 

Petra hét reyndar fullu nafni Ljósbjörg Petra María en hún Petra fæddist á aðfangadag jóla árið 1922 í litlum torfbæ við norðanverðan Stöðvarfjörð.
 Gefin var út bókin Steina Petra árið 2011 sem Þorgrímur Þráinsson tók saman, gefin út af Steinasafni Petru, Stöðvarfirði. Þessa bók keypti ég eitt árið og hef lesið, alveg hreint dásamleg bók um magnaða konu og hennar líf.

Þetta er svo mikið meira en bara steinasafn þótt það sé klárlega upphafið á safninu því þegar ég hef komið þarna við þá er dásamlegt blómahaf í garðinu sem kennir ýmissa tegunda og svo má sjá þarna stórt safn af eldspítum og pennum hversskonar. Ég mæli svo sannarlega með góðu stoppi þarna og að gefa sér rúmman tíma til að skoða og njóta.

Heimasíða safnsins
Feisbókarsíða safnsins


Ann I.Peters verkefnastjóri Katla Unesco Global Geopark 

Katla jarðvangur nær yfir 9.542 km2 landsvæði og þekur rúmlega 9% af flatarmáli landsins, frá Hvolsvelli í vestri að Skeiðarársandi í austri. Nyrsti hluti jarðvangsins teygir sig langt inn á Vatnajökul en langar strendur af svörtum sandi afmarka jarðvanginn í suðri.

Upplifðu Jarðvættin í Kötlu Jarðvangi!

Katla Geopark Expeditions og meira til má finna á heimasíðunni þeirra hérna


Gunnar Már Geirsson sem sér um veitingastaðinn og Sveinn H.Jensson hótelstjóri á Hótel Klaustri kynntu gestum og gangandi allt það sem er í boði á hótelinu.

Upplýsingar af síðu hótelsins.

Hótelið er staðsett á Suðausturlandi, staður sem þekktur er fyrir stórbrotið landslag og jöklasýn, er Hótel Klaustur, sem opnaði fyrst dyrnar árið 1993. Við höfum alltaf lagt áherslu á að bjóða gesti okkar velkomna og að taka vel á móti þeim. Hótelið var allt gert upp árið 2018 og opnaði nýlega aftur með nýjum áherslum og nýrri sýn: að blanda saman nútímalegri íslenskri menningu og sögulegri arfleið landsins í kring.

Hótelið dregur nafn sitt eins og gefur til kynna af bænum Kirkjubæjarklaustri sem oftast er kallað Klaustur af heimamönnum. Bærinn stendur við hringveginn á milli tveggja þekktustu jökla Íslands, Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls.

Eftir að hafa skoðað aðeins myndir af hótelinu og matseðilinn, þá má sjá að það er mikið lagt upp með notaleg herbergi og flottan matseðil sem ég fæ vatn í munnin við að lesa. 
Sannarlega staður til að stoppa á, næst.

Heimasíða hótelsins
Feisbók síðan þeirra


Hjónin Skúli Björn Gunnarsson og Elísabet Þorsteinsdóttir kynntu Klausturkaffi á Skriðuklaustri og buðu upp á Lerkisúpu og piparkökur.

Klausturkaffi heitir veitingastaður á neðri hæð Gunnarshúss á Skriðuklaustri. Þar er íslensk matargerð í hávegum höfð og lögð áhersla á að nota hráefni svæðisins, s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi. Allar kökur og allt brauð er heimabakað.

Skriðuklaustur er menningarsetur og sögustaður þar sem hægt er að skoða Klausturminjar, fræðast um skáldið Gunnar Gunnarsson á Gunnarsstofnum. Gunnarsstofnun rekur einnig gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn að Skriðuklaustri.
Íbúðin kallast Klaustrið, skemmtileg tilviljun. 

Það verður með sanni að segjast að ég á alveg eftir að koma að Skriðuklaustri á fullorðins árum mínum og er það komið á heimsóknarlistann minn sem stækkar og stækkar hratt.

Heimasíðan þeirra þar sem þið getið fræðst meira um það sem er í boði þar má finna hérna
Klausturkaffi finnið þið svo hérna og getið skoðað bæði matseðilinn þeirra og vörur sem þau eru með til sölu og þau hafa framleitt frá árinu 2009
Klausturkaffi á feisbók.


Þau Ragnhildur Ágústsdóttir eigandi Lava Show og Jón Heiðar Ragnheiðarson, Sölu- og Markaðsstjóri Lava Show að kynna hið skemmtilega Lava show sem staðsett er bæði í Vík í Mýrdal, þar sem upphafið var og svo líka í Reykjavík. Ég er sjálf búin að fara í Reykjavík og er spennt að fara í næstu ferð á Vík. Gaman að sjá þessa sýningu og fræðast í leiðinni.

Hugmyndin um LAVA SHOW kviknaði árið 2010 þegar þau hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir heilluðust alveg dáleidd af hrauninu í Fimmvörðuhálsgosinu sem var forveri Eyjafjallajökulsgossins sem var nokkrum vikum síðar. Hið 200 metra háa hraun kveikti hugmyndina að LAVA SHOW, sem gefur fólki einstakt tækifæri til að upplifa á öruggan hátt raunverulegt rennandi hraun í návígi. Og það er virkilega magnað að sjá það gerast svona og finna hitann í leiðinni. 

Fyrsta og eina lifandi LAVA-SÝNING heims var frumsýnd í Vík árið 2018, síðan í Reykjavík árið 2022.

Nú að lokinni sýningu er hægt að versla sér allsskonar fallega mingjagripi þar sem unnið er með hraunmolana í hálsmen, eyrnalokka, hringi ofl spennandi. 

Mæli með!

Heimasíða Lava show
Feisbókarsíðan þeirra

Þú finnur Islandsmjoll líka á Instagram

Markaðsstofur landshlutanna má finna á feisbókinni hér

Mig langar að lokum til að hrósa öllum þeim sem bjóða upp á íslensku á heimasíðunum sínum en það er eitthvað sem mér persónulega vera og ætti að vera algjört skilyrði að gera með fyrirtæki á Íslandi. Ég heyrði að margir voru að fara í þá vinnu en því miður ekki allir og í sumum tilfellum var boðið upp á t.d. 2-5 tungumál og ekki eitt einasta þeirra íslensk! Á Íslandi ætti að sjálfsögðu að vera fyrsta mál í boði íslenska og ég veit það flest allir eru sammála því.

Óskandi að það verði bót á.




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

January 31, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 1
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa

Jólamatarmarkaður í Hörpu!
Jólamatarmarkaður í Hörpu!

January 02, 2025

Jólamatarmarkaður í Hörpu!
Ég var komin strax kl.11 um morguninn og ætlaði mér svo sannarlega að vera snemma á ferðinni, svona áður en allt væri orðið fullt en það var svo greinilegt að ég var ekki sú eina sem hugsaði þannig, ó nei!

Halda áfram að lesa

American SchoolBus Café!
American SchoolBus Café!

December 26, 2024

American SchoolBus Café!
Ég dáist að þrautseglu fólks sem kemur frá öðrum löndum til að byggja sér upp nýtt líf á Íslandi og hérna er ein stutt saga þess efnis um strákana George Ududec & Alex Slusar sem komu fyrir nokkrum árum síðan frá Rúmeníu til landsins til að vinna. 

Halda áfram að lesa