American SchoolBus Café!
December 26, 2024
American SchoolBus Café!Ég dáist að þrautseglu fólks sem kemur frá öðrum löndum til að byggja sér upp nýtt líf á Íslandi og hérna er ein stutt saga þess efnis um strákana
George Ududec & Alex Slusar sem komu fyrir nokkrum árum síðan frá Rúmeníu til landsins til að vinna.
Skemmtilegt umhverfi í kringum Kaffihúsið þeirra
George kom hérna árið 2016 og byrjaði að vinna á Gullfossi fyrsta árið og svo þau næstu á Egilsstöðum, Alex kom til lands 2020. Þeir kunna mjög vel við sig hérna Íslandi, bæði við land og þjóð.
Má bjóða ykkur sæti í gleðina með gott kaffi í hönd
Í þeim blundaði þó alltaf sá draumur um að reka sitt eigið fyrirtæki og þegar þeir í ferð sinni um landið stoppuðu eitt sinn á Vík í Mýrdal og sáu gamlan strætó sem þar er rekinn, Kaffihúsið Skool Beans kom hugmyndin til þeirra og þeir létu svo sannarlega draum sinn rætast.
Upphófst leit þeirra...
Þeir fundu því þennan gamla strætó að lokum í heimalandi sínu sem þeir keyptu og fluttu inn. En það var engan hægðarleikur að flytja inn ameríska skólarútu með lítið sem ekkert af gögnum og setja upp en það hafðist með hjálp góðs vinar þeirra hans
Jóns Vigfússonar og eiga þeir honum til mikils að þakka og þegar ég hitti George þá vildi hann umfram allt að þess væri getið, því án hans aðstoðar þá væru þeir ekki búnir að opna kaffihúsið sitt á lóðinni hjá
Hellunum við Hellu en þess má líka geta að Skool Beans veitti þeim góðan stuðning við gerð og rekstur staðarins.
Skemmtileg hönnunin þeirra
Þeir leggja aðalega upp með gott kaffi og eru þeir með Espressó vél frá Ítalíu og ég get vitnað um það að kaffið sem ég keypti mér var afar gott og meðlætið með.
Matseðillin er einfaldur, kaffi, bakkelsi og svo bjóða þeir upp á heitt Panini sem þeir setja í grill. Smakka það næst þegar ég á leið um. En allt er þetta glænýtt hjá þeim og í vinnslu og það verður gaman að sjá hvert þetta leiðir þá í framtíðinni.
George Ududec (í peysunni sem er merkt Open Arms)
Málefni sem skiptir þá miklu máli og hann vildi koma vel á framfæri.
Á borðinu hjá þeim var þessi brosandi krukka en í henni eru þeir að leggja til söfnunarinnar
Open Arms sem eru mannúðarsamtök sem eru frjáls félagasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.
Meginmarkmið samtakanna er að vernda lif þeirra viðkvæmustu í neyðartilvikum. Þau vernda líf þeirra sem yfirgefin eru á alþjóðlegu hafsvæði á flótta undan stríði, ofsóknum og fátækt. Á meginlandinu erum við í samstarfi við heilbrigðisteymi og rannsóknarteymi í fremstu víglínu til að takast á við neyðartilvik eða hvers kyns annars konar kreppu sem krefst tafarlausra aðgerða. Open Arms er björgunarfyrirtæki með meira en 20 ára reynslu á spænskum ströndum en þetta eru upplýsingar sem ég fann á síðunni hjá Open Arms.
Þessi texti er svo í mínum anda ;)
Gangi ykkur vel
George Ududec & Alex Slusar og til hamingju!
Texti & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.