June 19, 2024 1 Athugasemd
LovaIceland!
Virkilega góð krem sem eru nýleg á Íslenskum markaði en fyrirtækið LovaIceland var stofnað árið 2017. Vörunar fást orðið víða og hafa íslendingar tekið vel á móti vörulínunni og er hún að fá virkilega góð meðmæli.
Vörurnar eru allar unnar án þess að nota paraben og önnur ónáttúruleg ilmefni sem tryggir milda umönnun fyrir hverja húðgerð segir á síðunni þeirra og hafa þær ekki verið prufaðar á dýrum.
Ég var svo heppin að ég var að taka þátt í leik á síðunni þeirra þegar ég datt heldur betur í lukkupottinn á sjálfan afmælisdaginn minn og var fullur kassi af kremum ofl mætt til mín daginn eftir.
Takk fyrir gjöfina!
Núna er ég sjálf búin að vera að prufa mig áfram með notkun þeirra og tekur það mig alltaf smá tíma þegar ég er að skipta um krem fyrir húðina mína að aðlagast og er allt í áttina en ég er með mjög viðkvæma húð, exem ofl.
Og núna er komin á þriðju viku þegar þetta er birt og húðin heldur betur að aðlagast þeim og komin með ljóma.
Augnkremið gengur beint inn t.d. og fljótt að virka en það var það fyrsta sem ég notaði.
Olíurnar hef ég sett á móti kreminu og svo er ég búin að prufa bæði hreinsikremin, bæði virkilega góð en afar ólík og er hreinsikremið með Túrmerikinu þykkara en einstaklega mjúkt og minnir mig helst á Body butter krem, hitt er meira í kremformi en bæði góð á sinn hátt og fínt að nota til skiptins.
Nú var að koma ný vara frá þeim sem ég er einstaklega spennt að prufa en það er Ólífuolíu andlitsskrúbbur sem ég er viss um að er góður, já og ég er líka búin að nota húðkremið sem er í stóru krukkunum. Og svo er það Rósa & Hunangs Hreinsi Balm sem lofar heldur betur góðu af lýsingunni hjá þeim, spennt að prufa!
Mér persónulega finnst umbúðirnar einstaklega fallegar, hefði kannski kosið að þær væru líka á íslensku en bætir það klárlega upp að síðan þeirra er bæði á íslensku og ensku og að vörurnar eru á rosalega góðu verði, já og það á Íslandi!
En viti menn, það er verið að setja með þeim íslenskar leiðbeiningar, húrra!
Sjáið bara hvað þetta er fallegt á borðspeglinum mínum.
Virkilega góðar vörur og fólk er að hrósa þeim töluvert og henta þau t.d. vel fyrir Psoriasis, rósaroða og þurrk.
Þetta er ekki greidd umfjöllun heldur mitt þakklæti fyrir þessa dásamlegu gjöf sem ég fékk frá þeim.
Heimasíða LovaIceland
Feisbókar síða LovaIceland
Hjartans þakkir fyrir mig!
Mbk.Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 30, 2024
May 06, 2024
April 05, 2024
Guðrún Ósk Sæmundsdóttir
July 02, 2024
Bestu krem og vörur sem ég hef prófað hingað til.
Nota þær á hverjum degi fer mikið í sund og nota eftir sundið😊