Listakonan hún móðir mín!
September 12, 2020
1 Athugasemd
Listakonan hún móðir mín!Hún móðir mín Kristín Sigurrós Jónsdóttir er engri lík enda bara eitt eintak af henni og mig langar að segja ykkur aðeins frá hvaða hæfileikum hún er gædd fyrir utan að hafa verið frábær saumakona sem saumaði dress, kjóla, gardínur, bútasaumsteppi, rúmföt, sérsaumuð föt og svo lengi mætti upp telja, allt lék þetta í höndunum á henni og gerði hún sinn eign upphlut líka út frá hluta af upphlut móður sinnar sem núna er komin í mínar hendur og hefur verið lagfærður til að passa á mig en ég stefni að því að klæðast honum á 17.júní 2021, kannski fyrr.
Hún er mikil handverksskona og byrjaði hún ung að sauma í, þar á meðal eitt risastórt veggteppi í Flensborgarskóla árið 1952, sjá meðfylgjandi mynd.
Það má líka segja að ég hafi hálfpartinn alist upp á saumavélinni eða í kringum hana, þótt svo ég hafi nú aldrei náð tökum beint á henni sjálf en þá náði hún að smita mig hressilega þegar kemur að því að prjóna.
Hún saumaði líka út í þennan fallega stól sem hún situr þarna í á myndinni fyrir ofan.
Þennan dásamlega handbróteraða fíl gaf hún mér fyrir mörgum árum síðan og þvílíka handverkið, allt gert í höndunum frá A-Ö
Það leikur allt í höndunum á henni og situr hún ekki auðum höndum einn einasta dag eða þvi sem næst næstum alveg að verða 84.ára og eru prjónarnir hennar aldrei langt undan en hún hefur prjónað heilan helling af barnavettlingum í gegnum árin, ungbarnasettum, peysum og svo lengi mætti telja.
Og enn þann daginn er hún að mála olíumálverk með eldri borgurum í Kópavoginum og hefur verið með þeim á mörgum handverkssýningum ásamt því að halda tvær einkasýningar, sú fyrsta var á Café Messe í Iðuhúsinu sem þá var og hét á Lækjargötunni og sú seinni árið sem hún varð 80.ára 2016 í Gerðubergi, báðar afar fallegar sýningar.
Fyrir áhugasama sem vilja skoða málverkin hennar og fylgjast með þeim þeim þá er hún með síðu á facebook, sjá
hér.
Núna er líka hægt að skoða og kaupa málverkin hennar hérna beint af síðunni.
Linkur beint á myndirnar hennar
hérna.
1 Svar
Skildu eftir athugasemd
Dagbjört Guðmundsdóttir
September 13, 2020
Dásamlega fallegt hjá henni. Kveðja