March 11, 2023 2 Athugasemdir
Kattakaffihúsið
Litla og krúttilega Kattakaffihúsið var heimsótt á afmælisdaginn minn þann 20.febrúar. Ég var búin að ætla að fara þarna frá því að það opnaði en hafði verið að fylgjast með þeim á feisbókinni.
Þar sem ég er nú svo mikil kattakona þá bara skil ég mig ekki að vera ekki búin að fara fyrir löngu síðan.
Elsku dúllurnar búa þarna, þetta er þeirra heimili (þar til þau eru ættleidd).
Þau eru ekki að koma þarna í heimsókn með gestunum eins og margir héldu þegar þetta opnaði, þar á meðal ég, ég var sko mikið að spá í að fara þarna með annan köttinn minn og fá mér kaffi og leyfa honum að hitta hina, haha
Hann Hugó var í móttökunefndinni, lúrandi og passandi upp á fallegu bolina sem eru þarna í sölu ásamt töskum ofl fallegu.
Ég pantaði mér einn kaffi sem hét Dísa,. ljómandi gott.
Ég naut þess að sitja þarna í góðan tíma og fékk góðfúslegt leyfi frá starfsmanni til að taka myndir og ég naut þess að mynda þessar elskur því mér langaði svo til að deila því hérna með ykkur.
Þetta er hún Rita, hún var nýbúin að vera leika sér við dótið sitt og einn kaffihúsagestinn, það er leikur í þeim og okkur líka.
Þessir 3 vinir höfðu gaman af köttunum og mynduðu þá í bak og fyrir, svona rétt eins og ég.
Allir vinir
Og þetta er hann Ylur, afar fallegur og búin að leggja undir sig aðalstólinn á bænum og lét sér fátt um gesti finnast. En þáði þó alveg klapp.
En reglur kaffihúsins eru ekki flóknar. Ef kettirnir eru sofandi, leyfið þeim þá að sofa og ekki trufla þá með klappi né öðru. Ekki elta þá um kaffihúsið. Leyfið þeim að koma til ykkar, þeir gera það, þetta eru kettir, þið vitið, þeir eru forvitnir.
Umfram allt, njótið að sjá þessar elskur.
Smá um sögu Kattakaffihúsins en hún er að tvær vinkonur voru með draum um að opna svona kaffihús en þær heita Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir.
Árið 2016 fór boltinn af stað hjá þeim og þær fóru að gera drög að hugmyndinni að Kattakaffihúsinu. Þann 1. mars 2018 rættist svo draumurinn þeirra og þær opnuðu fyrsta Kattakaffihúsið hérna á Íslandi og er það staðsett að Bergstaðastæri 10a í Reykjavík. Þau eru að verða mjög vinsæl víða um heim Kattakaffihúsin og verður spennandi að sjá í framtíðinni hvort það eigi eftir að opna hérna fleirri, ég vona það allavega.
En kattakaffihúsið gengur líka út á það að finna kisunum nýtt heimili en þær koma víða að frá fólki sem getur ekki lengur haft elsku dýrin sín og ef einhver þeirra heillar viðskiptavinina þá er hægt að fara inn á síðuna þeirra og sækja um ættleiðingu, einfalt.
Það var stanslaus umferð þarna inn og út á meðan ég var enda skal mig ekki undra, hvergi annarsstaðar í höfuðborginni sem boðið er upp á þessa dásemd, athugið að það er mitt mat enda elska ég ketti.
Síðuna þeirra á feisbókinni má finna hérna.
Athugið að opið er alla daga hjá þeim frá 11.00 - 17.30
Texti & myndir
Ingunn Mjöll
Kettirnir báðu mig vinsamlega um að biðla til ykkar að deila þessu áfram, takk.(mjá mjá)
January 17, 2024
Frábær hugmynd hjá ykkur. Er búin að deila svo að sem flestir kromi til að njóta.🫶🫶🫶
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 26, 2024
December 13, 2024
December 12, 2024
Ingunn Mjoll Sigurdardóttir
March 04, 2024
Dásamlegt að heyra og hjartans þakkir fyrir að deila, það var svo yndislegt að setjast þarna niður með þessum elskum.
Bkv.Ingunn Mjöll/Islandsmjoll