Franska safnið á Fáskrúðsfirði

June 15, 2021 2 Athugasemdir

Franska safnið á Fáskrúðsfirði

Fáskrúðsfjörður og hið áhugaverða Franska safn
Þú verður að skoða safnið sagði systir mín þegar þú kemur á Fáskrúðsfjörð, það er alveg æðislegt, líka svo skemmtileg saga og áhugaverð og auðvitað hlýddi litla systir, alla vega í þetta sinn.

Áður en ég nálgaðist bæinn keyrði ég í gegnum Reyðarfjörð og kom við í bakaríinu þar og þegar ég sá Frönsku vöffluna með smjörkreminu á milli bara varð ég að fá mér eina og lét það eftir mér, þær voru alltaf svo góðar hérna í minningunni og þessi stóðst alveg minninguna.

Sú franska og það franska!

Ég hafði verslað mér sumartilboð Fosshótelanna og lá leið mín næst á Fosshótel Austfjarða á Fáskrúðsfirði. Ég skráði mig inn á hótelið og kom mér fyrir í þessu líka dásamlega fallega herbergi sem var staðsett á annari hæð hússins í því húsi sem veitingastaðurinn er staðsettur og þar sem gamli spítalinn var á árum áður.

Dásamlega kósý herbergi undir súð með fallegu hliðarútsýni út á fjörðinn og svo þessari líka skemmtilega tilviljun að það vísaði beint að Franska safninu sem var hinu megin við götuna, kannski var einhver ástæða fyrir því að ég keypti mér franska vöfflu. Kannski bara tilviljun á þessu öllu.

Þarna beint af augum má finna veitingastað hótelssins og barinn en þar gæddi ég mér á þeirri allra bestu Frönsku lauksúpu sem ég hafði fengið en sem komið er mér fannst mér vel við hæfi á þessum stað að prufa hana, eitthvað svo franskt.

Ég er alveg rosalegur sælkeri eins og svo margir vita sem þekkja mig og kann ég gott að meta og að njóta, stundum einum of en ég nýt þess. Ég hef grun um að dökka brauðið sem var í henni hafi verið leyndarmálið í uppskriftinni af henni, þið segið ekki frá því. Þarf að sannreyna það einn daginn.

Frönsk lauksúpan sem ég skora á ykkur að prufa ef þið dveljið á Fosshótel Austfjörðum.

Nú á öðrum degi dvalar minnar kíkti ég auðvitað á hið marg umtalaða safn þar sem Fransmennirnir eru í aðalhlutverki en bærinn er vel þekktur fyrir þessa frönsku arfleið og bera göturnar bæði íslensk og frönsk nöfn og bærinn gjarnan kallaður Franski bærinn, gaman að því.

Nú frönsku sjómennirnir gerðu lengi vel út frá bænum og settu svip sinn á bæjarlífið og má til gamans geta að Franski spítalinn sem byggður var árið 1903 hefur öðlast nýtt hlutverk sem nýja Fosshótel Austfjarða, svo og veitingastaðinn, auk þess sem það hýsir að hluta til safnið Frakkar á Íslandsmiðum. Ég læt hér fylgja nokkrar myndir með sem ég tók á safninu.
      
Vistarverur sjómannanna um borð. (Ótrúlega flott að sjá)

Hvíldarstund.
      
Þylfarið og byrgðarnar. Skemmtilegt er frá því að segja að þið fáið alveg alvöru tilfinningu eins og þið séuð um borð í skipi duggandi úti á hafi, segi ekki meir.
      
Steinakonan sleppir ekki að mynda steina.
Ég mæli svo fyllilega með heimsókn á safnið, svo miklu meira en það sem ég er að sýna ykkur og mér skilst að það sé farin einhver söguferð um húsin sem ég því miður missti af, á það bara eftir í næstu heimsókn. 
      
Ég keyrði svo um bæinn og skoðaði hús og myndaði og ákvað að keyra svo hringinn framhjá Kolfreyjustað/kirkju, Vattarnesið og myndaði vitann þar í fjarska og fallega fjörðinn og að sjálfsögðu blessuð ærnar sem urðu á vegi mínum.

Þegar tekið var að kvölda þá settist ég út í sólskinið fyrir utan veitingastaðinn og naut þess að horfa inn fjörðinn og pantaði ég mér aftur súpu en að þessu sinni var það humarsúpa sem varð fyrir valinu og fékk hún alveg topp einkunn rétt eins og Franska lauksúpan.

Ég get ekki annað en mælt með þessu fallega hóteli og bæjarfélagi og ég veit að það er þarna ýmislegt fleirra í boði til að sjá en skoða. Ég skrifa það á það skrítna ástand sem var á þessum tíma að margt var lokað, svo það er bara því meira fyrir mig að skoða næst og enn ein ástæðan fyrir því að heimsækja Fáskrúðsfjörðin aftur. Þar til næst,,,,Jusqu'à ce que je revienne, au revoir. 

Fyrir áhugasama sem vilja skoða fleirri myndir frá Fáskrúðsfirði smellið hérna.     

Hérna má sjá síðu Íslandshótelanna

Texti & myndir
Ingunn Mjöll





2 Svör

Ingunn
Ingunn

June 17, 2021

Ég mæli svo sannarlega með henni og firðinum fagra.

Kristín Sigurgeirsdóttir
Kristín Sigurgeirsdóttir

June 16, 2021

Hlakka til að koma á Fárskrúðsfjörð í sumar og fá mér franska lauksúpu :)

Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

By Artos!
By Artos!

June 30, 2024

Premium Seasoning blends by Artos!
Eru frábær krydd sem koma úr höndum hans Helga B Helgasonar matreiðslumeistara en hann lærði á sínum tíma hjá honum Stefáni í Múlakaffi á árunum frá 1976-1980. 

Halda áfram að lesa

LovaIceland!
LovaIceland!

June 19, 2024 1 Athugasemd

LovaIceland!
Virkilega góð krem sem eru nýleg á Íslenskum markaði en fyrirtækið LovaIceland  var stofnað árið 2017. Vörunar fást orðið víða og hafa íslendingar tekið vel á móti vörulínunni og er hún að á virkilega góð meðmæli.

Halda áfram að lesa

Matarmarkaður Íslands!
Matarmarkaður Íslands!

May 06, 2024

Matarmarkaður Íslands!
Var haldinn í Hörpu dagana 13-14 april 2024 þar sem bændur, sjómenn og smáframleiðendur koma saman og selja afurðina sína beint til neytandans og kynna vörur sínar. 

Halda áfram að lesa