June 17, 2020 3 Athugasemdir
Súkkulaði banana terta
Hérna eru tvær útfærslur á uppskriftinni af Súkkulaði banana tertunni, önnur þeirra er mæld í gr en hin í bollum. Þessi tiltekna kaka sem hérna má sjá á myndunum var samvinnuverkefni mitt og Brynju vinkonu minnar en hún sá um að baka botnana og ég græjaði á milli botnana og kremið ofan á tertuna og hún var afar góð eins og í minningunni, stóðst alveg væntinganar og fengu margir að gæða sér á henni.
Uppskrift, botnar:
Ofn hitaður í 180 gráður við blástur.
Egg og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós.
Þá er þurrefnunum blandað varlega saman við með sleikju.
Tvö smelluform (24 cm) smurð að innan.
Deiginu er skipt á milli formanna tveggja og bakað við 180 gráður í ca. 20-25 mínútur eða þar til kantarnir á botnunum eru farnir að losna aðeins frá formunum.
Botnarnir eru látnir kólna alveg áður en bananakremið er sett á milli botnanna.
Bananakrem:
Smjör og flórsykur er þeytt saman þar til blandan verður létt. Þá er stöppuðum banönum bætt út í. Gott er að kæla kremið dálítið áður en það er sett á milli botnanna.
Súkkulaðikrem ofan á:
Til skreytingar:
Smjöri, flórsykri og egg þeytt saman.
Súkkulaðið er brætt og kælt aðeins áður en því er hellt saman við blönduna. Kreminu er smurt ofan á tertuna og á hliðarnar. Það er fallegt að skreyta tertuna með þeyttum rjóma og niðursoðnum perum eða rifsberjum eins og sjá má á myndinn.
Sumarleg og falleg.
Skreyttu þína köku eins og þú vilt!
Súkkulaði banana terta, útfærsla nr.2
Hráefni:
Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bananaterta.
4 egg
1 bolli sykur
1/2 bolli hveiti
2 matskeið kakó
1 teskeið lyftiduft
Fylling:
100 grömm smjör
70 grömm flórsykur
4 stappaðir bananar
Krem:
100 grömm smjör
100 grömm flórsykur
150 grömm suðusúkkulaði
1 egg
Vanilludropar
Aðferð fyrir Bananaterta:
Botnar:
Þeyta egg og sykur vel saman, bæta síðan þurrefnunum saman við. Bakist í tveimur vel smurðum tertumótum við 180-200 gráður.
Fylling:
Smjör og flórsykur hrært vel saman. Bananarnir settir síðast í, það er mikið atriði annars verður fyllingin allt of þunn.
Krem:
Þeyta smjör, sykur og egg vel saman. Súkkulaðið brætt og bætt út í. Kremið er sett volgt á kökuna.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
June 16, 2023
Hef fylgst með þessari síðu lengi og reynst vel það sem ég hef gert.
June 15, 2023
Þessa ætla ég að prófa, ekkert smá girnileg.
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 03, 2024
February 09, 2024
October 27, 2023
Ingunn Mjöll
June 29, 2023
Gaman að heyra Elínborg og takk fyrir að fylgja mér, það gleður mig.
Mæli virkilega með þessari Mary, hún er mjög góð.
Mbk.Ingunn Mjöll/Islandsmjoll