Súkkulaðikaka með smjörkremi
November 03, 2024
Súkkulaðikaka með smjörkremi
Skellti í þessa fyrir afmælisveislu og bauð upp á ásamt öðru.
Virkilega gómsæt kaka sem einfalt er að baka og hver elskar ekki smjörkrem.
Hráefni:250 g hveiti
400 g sykur
125 g kakó
1½ tsk lyftiduft
1½ tsk matarsódi
1 tsk salt
2 egg
200 g mjólk (2 dl)
110 g olía (1,10 dl)
4 tsk vanilla extrakt eða vanilludropar
120 g volgt vatn (120 ml)
120 g kaffi uppáhelt (má nota vatn í staðinn) (120 ml)
AðferðHveiti, sykur, kakó, lyftiduft, matarsódi, og salt er sett í hrærivélaskálina blandið saman með háfnum þar til komið er vel saman. Bætið út í eggjum, mjólk, olíu og vanillu hrærið saman í 1½ mín Bætið í lokin út í vatni og kaffi athugið að blandan verður mjög þunn.
Gott er að smyrja og hveitistrá form eða setja bökunnarpappír heilar arkir ofaní 2 hringform, hellið deiginu ofaní formin.
Bakið við 180 gráður og blástur í 25-30 mín.
Eða
Setjið í bökunnarpappír ofaní skúffukökuform eða eldfast mót hellið deiginu ofaní og sléttið úr því.
Bakið við 180 gráður og blástur í u.þ.b 35-40 mín.

Kælið botnana áður er smjörkrem er sett á.
SmjörkremÞetta smjörkrem er létt og fluffy.
Hráefni
200 g smjör við stofuhita
220 g flórsykur
6 msk kakó (u.þ.b 60 g)
1 egg
1 tsk vanilludropar
1 msk rjómi eða mjólk
Aðferð Setjið öll hráefni saman í hrærivélaskálina þeytið í 10 til 20 mín.
Setjið ofaná kökuna þegar hún hefur kólnað alveg.


Skreytið að vild.

Kaffiboð
Deilið með gleði...
Þið finnið okkur líka á Instagram
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.