Möndlukaka!

October 26, 2024 2 Athugasemdir

Möndlukaka!

Möndlukaka!
Dásamlega góð kaka og ég verð að segja það fyrir mína parta og þeirra sem smökkuðu kökuna þá fannst okkur hún alveg einstaklega góð svona heimabökuð!

Ég bjó til tvöfalda uppskrift

75 gr smjör
1 dl sykur
2 egg
2 1/2 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk möndludropar
1 dl mjólk

Hitið ofninn í 180°.
Hrærið saman smjöri og sykri þar til létt og ljóst.
Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið vel.
Bætið þurrefnum saman við ásamt möndludropum og mjólk.
Hrærið þar til deigið verður slétt og kekkjalaust. Setjið deigið í smurt bökunarform (ég notaði 22 cm form til að fá kökuna aðeins hærri) og bakið í 20-25 mínútur (ég hafði kökuna í 25 mínútur).
Passið að baka hana ekki of lengi svo hún verði ekki þurr.

Glassúr

3 dl flórsykur
1 msk heitt vatn
1 msk Ribena sólberjasafi eða annað litarefni

Blandið vatni og Ribena sólberjasafanum saman.
Hrærið flórsykur og djúsblöndu saman þar til kekkjalaust.
Ef ykkur finnst kremið vera of þykkt, þá má bæta smá meira af vatni saman við.
Hellið kreminu yfir kökuna og berið fram.

Skreytti lítilega með skrautsykri

Og hérna skreytti ég örlítið meira og hafði glassúrinn aðeins bleikari.

Afmæliskaffiboð móður minnar sem varð 88.ára 22.október 2024

Deilið með gleði...

Þið finnið okkur líka á Instagram

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




2 Svör

Ingunn Mjoll Sigurdardóttir
Ingunn Mjoll Sigurdardóttir

November 20, 2024

Sæl Svala
Jú það passar og vertu hjartanlega velkomin.

Bkv.Ingunn Mjöll/Islandsmjoll

Svala Brjánsdóttir
Svala Brjánsdóttir

November 20, 2024

Held kanski að ég hafi verið buin að skrá mig k.kv.

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Súkkulaðikaka með smjörkremi

November 03, 2024

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Skellti í þessa fyrir afmælisveislu og bauð upp á ásamt fleirru. Virkilega gómsæt kaka sem einfalt er að baka og hver elskar ekki smjörkrem.

Halda áfram að lesa

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa

Rice Krispís marengsterta
Rice Krispís marengsterta

February 09, 2024

Rice Krispís marengsterta
Það kemur fyrir að maður bregður út af vananum og hérna geri ég það svo sannarlega. Ekkert súkkulaði og engar döðlur, bara Rice Krispís. Það er engu að síður vel hægt að skreyta hana með því ef vill. 

Halda áfram að lesa