Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Hérna hafði ég keypt pakka í Bónus af Djöflatertu blöndu og svo tilbúið Bettý Crocker súkkulaði, já og pakka af jarðaberjum.

1 pk af Bónus Djöflatertu blöndunni
1 dós af Bettý Crocker súkkulaðikremi
1 pk af jarðarberjum
100 gr af Suðusúkkulaði til að bræða

Hrærið saman við deigið úr pakkanum því sem upp er gefið, vatni, olíu og eggjum.
Bakið við 180°c í um 20 mínútur, ég var með ca 23 cm mót. Smyrjið mótið og skiptið blöndunni jafn og setið í ofninn.

Kælið og berið svo á súkkulaðinu á milli botnanna. 
Ég stráði svo flórsykri í gegnum sigti yfir tertuna og skreytti svo með jarðarberjunum sem ég var búin að dýfa ofan í bráðið súkkulaði og láta kólna og bar hana svo fram með rjóma.






Dásamlegt ef deilt er áfram,,, fyrirfram þakklæti.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Rice Krispís marengsterta
Rice Krispís marengsterta

February 09, 2024

Rice Krispís marengsterta
Það kemur fyrir að maður bregður út af vananum og hérna geri ég það svo sannarlega. Ekkert súkkulaði og engar döðlur, bara Rice Krispís. Það er engu að síður vel hægt að skreyta hana með því ef vill. 

Halda áfram að lesa

Marensterta með bleiku súkkulaði
Marensterta með bleiku súkkulaði

October 27, 2023

Marensterta með bleiku súkkulaði
Í tilefni að bleikum október mánuði og 87.ára afmæli móður minnar þann 22.október 2023 þá ákvað ég að baka eina af uppáhaldstertunum okkar en í nýjum búningi.

Halda áfram að lesa

Rjómaterta með jarðarberjum!
Rjómaterta með jarðarberjum!

July 22, 2023

Rjómaterta með jarðarberjum!
Með jarðarberjum, bláberjum og kókosbollum. Algjör bomba og bragðgóð þessi sem ég bakaði fyrir stuttu síðan og hafði í eftirrétt þegar ég bauð fjölskyldunni minni í mat.

Halda áfram að lesa