Bónus djöflaterta
March 03, 2024
Bónus djöflatertaHér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.
Hérna hafði ég keypt pakka í Bónus af Djöflatertu blöndu og svo tilbúið Bettý Crocker súkkulaði, já og pakka af jarðaberjum.
1 pk af Bónus Djöflatertu blöndunni
1 dós af Bettý Crocker súkkulaðikremi
1 pk af jarðarberjum
100 gr af Suðusúkkulaði til að bræða
Hrærið saman við deigið úr pakkanum því sem upp er gefið, vatni, olíu og eggjum.
Bakið við 180°c í um 20 mínútur, ég var með ca 23 cm mót. Smyrjið mótið og skiptið blöndunni jafn og setið í ofninn.
Kælið og berið svo á súkkulaðinu á milli botnanna.
Ég stráði svo flórsykri í gegnum sigti yfir tertuna og skreytti svo með jarðarberjunum sem ég var búin að dýfa ofan í bráðið súkkulaði og láta kólna og bar hana svo fram með rjóma.
Dásamlegt ef deilt er áfram,,, fyrirfram þakklæti.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.