Púðursykurterta

October 19, 2020 2 Athugasemdir

Púðursykurterta

Púðursykurterta
með döðlum og rjóma.
Við vinkonurnar tókum okkur til um helgina og bökuðum þessa dásemd, skreyttum og nutum þess að gæða okkur svo á tertunni sem fékk alveg topp einkunn en ef settur er rjómi á hana samdægurs þá verður hún pínu seig sem getur verið líka mjög gott en daginn eftir þá verður hún dúnamjúk. 
     
Við notuðum 26.cm stóra hringbotna og stækkuðum uppskriftina aðeins svo úr varð flott terta og var hún bökuð í venjulegum ofni með engum blæstri og þess má geta að vinkonan sá alveg um baksturinn, skreytinguna og ég um að mynda, fínasta samvinna hjá okkur.

Marensbotnar:
4 eggjahvítur og 200 gr púðursykur (stækkun 6 eggjahvítur og 300 gr púðursykur)

Fylling:
2 ½ dl rjómi, 100 gr suðusúkkulaði, 1 dl döðlur (við notuðum 1/2 líter af rjóma og aðeins minna af súkkulaði og döðlum en gefið er upp.

Skraut: (má sleppa), 2 ½ dl rjómi, 2 msk kakó, súkkulaði til skauts t.d. kattartungur.

Þeytið eggjahvítur vel og bætið púðursykri smátt og smátt út í.
Þeytið mjög vel. Setjið hræruna í hringform, skiptið á milli tveggja forma.
Bakið í 125°c heitum ofni í klukkutíma. 

Fylling:
þeytið rjómann.
Brytjið súkkulaði og döðlur og blandið saman við rjómann.
Setjið á milli botnanna og látið standa í ísskáp í nokkra klukkutíma áður er kakan er borin fram. 


Krem:
25 gr.smjör
50 gr.suðusúkkulaði
30.gr flórsykur
2.eggjarauður

Hrærið saman og setjið ofan á tertuna.

Bakstur og skreyting var í höndum vinkonu minnar hennar Brynju Dýrleif
Myndataka Ingunn Mjöll
2 Svör

Ingunn
Ingunn

October 24, 2020

Takk fyrir, hún var alveg rosalega góð.

Bkv.Ingunn Mjöll

Solveig Jonsdottir
Solveig Jonsdottir

October 24, 2020

Lítur vel út hjá ykkur og girnilegt.

Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Með sól í hjarta - Flateyjarkakan
Með sól í hjarta - Flateyjarkakan

August 20, 2021 1 Athugasemd

Með sól í hjarta
Þessa dásamlegu dúndur súkkulaðiköku bragðaði ég úti í Flatey í sumar og fær hún toppdóma frá mér og hann Friðgeir kokkur gaf góðfúslegt leyfir fyrir að deila

Halda áfram að lesa

Súkkulaði kaka með frostís kremi
Súkkulaði kaka með frostís kremi

April 11, 2021

Súkkulaði kaka með frostís kremi
Stundum er svo ofurgott að eiga hana Bettý frænku á hliðarlínunni til að einfalda sér allt og stundum finnst mér það bara koma niður á sama stað þótt að einhver

Halda áfram að lesa

Kókosterta Brynju
Kókosterta Brynju

November 07, 2020 3 Athugasemdir

Kókosterta Brynju
Eðalterta eins og aðrar sem hún bakar en þessi var bökuð um helgina og hennar notið sem eftirrétt eftir dásmlega máltíð en hún er góð á kökuborðið og sem eftirréttarkaka.

Halda áfram að lesa