May 21, 2020
Peruterta
Þegar ég var að alast upp þá var þessi terta alveg ómissandi í öllum afmælisboðum, fermingu ofl tilefnum og síðan þá hef ég bara ekki bakað hana þar til núna!
Svampbotnar:
3 egg,
130 gr sykur (hrært saman),
3 msk hveiti,
2 msk kartöflumjöl,
2 tsk lyfirduft
Krem:
4 msk flórsykur
3 eggjarauður (hrært saman),
1 peli rjómi (þeyttur) eða heill ef þú ætlar að setja á tvo botna svo vel eigi að vera.
50 gr brætt súkkulaði, allt blandað svo rólega saman,
Ég mæli með að kæla súkkulaðið vel og hræra því saman við eggjablönduna létt áður en blandað er saman við rjómann.
Perunar eru settar á svampbotnana og rjómablandan síðan sett yfir.
Njótið & deilið
Til gamans langar mig að segja ykkur frá því að ég notaði eggjahvíturnar
í aðra uppskrift sem hægt er að skoða hér.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 03, 2024
February 09, 2024
October 27, 2023