Peruterta

May 21, 2020

Peruterta

Peruterta 
Þegar ég var að alast upp þá var þessi terta alveg ómissandi í öllum afmælisboðum, fermingu ofl tilefnum og síðan þá hef ég bara ekki bakað hana þar til núna!

Svampbotnar:
 
3 egg, 
130 gr sykur (hrært saman), 
3 msk hveiti, 
2 msk kartöflumjöl, 
2 tsk lyfirduft 

Krem:
4 msk flórsykur 
3 eggjarauður (hrært saman),
1 peli rjómi (þeyttur) eða heill ef þú ætlar að setja á tvo botna svo vel eigi að vera.
50 gr brætt súkkulaði, allt blandað svo rólega saman, 
Ég mæli með að kæla súkkulaðið vel og hræra því saman við eggjablönduna létt áður en blandað er saman við rjómann.

Perunar eru settar á svampbotnana og rjómablandan síðan sett yfir. 

Njótið & deilið

Til gamans langar mig að segja ykkur frá því að ég notaði eggjahvíturnar 
í aðra uppskrift sem hægt er að skoða hér.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Marensterta með bleiku súkkulaði
Marensterta með bleiku súkkulaði

October 27, 2023

Marensterta með bleiku súkkulaði
Í tilefni að bleikum október mánuði og 87.ára afmæli móður minnar þann 22.október 2023 þá ákvað ég að baka eina af uppáhaldstertunum okkar en í nýjum búningi.

Halda áfram að lesa

Rjómaterta með jarðarberjum!
Rjómaterta með jarðarberjum!

July 22, 2023

Rjómaterta með jarðarberjum!
Með jarðarberjum, bláberjum og kókosbollum. Algjör bomba og bragðgóð þessi sem ég bakaði fyrir stuttu síðan og hafði í eftirrétt þegar ég bauð fjölskyldunni minni í mat.

Halda áfram að lesa

Snickers kaka
Snickers kaka

March 09, 2023

Snickers kaka
Þessa dásamlegu uppskrift deildi hún Sólveig Jan með okkur á Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni en maðurinn hennar hafði bakað þessa flottu tertu. 

Halda áfram að lesa