May 21, 2020
Rice krispies marenge kökur
Það er mjög sniðugt og fljóttlegt að nýta eggjahvítur þegar maður er að baka eitthvað sem inniheldur bara eggjarauður og í þetta skiptið þá nýtti ég þær í Rice krispies marenge kökur sem voru dýsætar og góðar.
3 eggjahvítur
2 bollar venjulegir af flórsykri
Stífþeytið þetta tvennt saman (tekur alveg smá tíma en það á að verða þannig að ef blöndunni er snúið á hvolf þá leki hún ekki niður
Hrærið svo slatta af Rice krispies saman við og setjið stóra msk af blöndunni á smjörpappír með góðu millibili og bakið á 150°c í ca 10.mínútur eða þar til þær hafa byrjað aðeins að brúnast á toppinum.
Í blönduna er auðvitað hægt að nota hvað sem ykkur dettur í hug en þessi kom mjög vel út í þetta skiptið.
Njótið og deilið
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 17, 2023
December 17, 2023
February 26, 2023