May 21, 2020
Rice krispies marenge kökur
Það er mjög sniðugt og fljóttlegt að nýta eggjahvítur þegar maður er að baka eitthvað sem inniheldur bara eggjarauður og í þetta skiptið þá nýtti ég þær í Rice krispies marenge kökur sem voru dýsætar og góðar.

3 eggjahvítur
2 bollar venjulegir af flórsykri
Stífþeytið þetta tvennt saman (tekur alveg smá tíma en það á að verða þannig að ef blöndunni er snúið á hvolf þá leki hún ekki niður
Hrærið svo slatta af Rice krispies saman við og setjið stóra msk af blöndunni á smjörpappír með góðu millibili og bakið á 150°c í ca 10.mínútur eða þar til þær hafa byrjað aðeins að brúnast á toppinum.
Í blönduna er auðvitað hægt að nota hvað sem ykkur dettur í hug en þessi kom mjög vel út í þetta skiptið.
Njótið og deilið
Dásamlegt ef deilt er áfram og svo finnur þú síðuna líka á Instagram
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 21, 2025
Bananastykki!
Hérna kemur ein útgáfa af kartöflukonfektinu en hérna er ég búin að skella þeim í bæði kúlur og lengjur. Lengjurnar minna óneytanlega á gömlu góðu bananastykkin sem fengust einu sinni, kannski þau fáist enn einhversstaðar en ég hef ekki séð þau.
December 09, 2025
Bóndakökur sælkera!
Hérna er önnur uppskrift af Bóndakökum en þessi er með haframjöli, hin með kókos, báðar bera saman nafn. Hérna er ég svo búin að bæta við smá sælkerabrag á þær með því að setja smjörkrem á milli þeirra sem er æðislega gott en gott að eiga til bæði.
January 29, 2025