Með sól í hjarta - Flateyjarkakan

August 20, 2021 2 Athugasemdir

Með sól í hjarta - Flateyjarkakan

Með sól í hjarta
Þessa dásamlegu dúndur súkkulaðiköku bragðaði ég úti í Flatey sumarið 2021 og fær hún topp meðmæli frá mér og hann Friðgeir kokkur gaf góðfúslegt leyfir fyrir að deila með ykkur uppskriftinna af henni, hjartans þakkir fyrir það.

4 stór egg
200 g sykur
200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
2 msk hveiti
Þurrkað chili milli fingra

Krem

25 g smjör
75 g suðusúkkulaði
2 msk þykkt síróp

Þeytið egg og sykur lengi eða þar til blandan er stíf í hrærivélaskálinni.
Bræðið súkkulaði ásamt smjörinu í þykkbotna potti eða jafnvel yfir vatnsbaði. Hrærið stöðugt í og kælið áður en þessu er blandað mjög varlega saman við eggjaþeytinginn með sleif. Hveitið er sigtað og bætt út í þeytinginn. Ekki hræra mikið. Chiliduftinu er bætt síðast saman við. Hellið deiginu í kringlótt og vel smurt kökuform og bakið kökuna í klukkutíma við 160°C hita fyrir miðjum ofni. Ekki opna ofninn fyrr en kakan er bökuð. Kælið kökuna. Takið hana varlega úr forminu og snúið henni við á kökudisknum þannig að kremið fari ofan á botn kökunnar.

Kremið

Bræðið í vatnsbaði smjör, suðusúkkulaði og síróp, hrærið þar til kremið er orðið samfellt og gljáandi, kælið að hálfu áður en kreminu er smurt ofan á kökuna. Kakan er borin fram með þeyttum rjóma og ávöxtum að vild.



Einnig er hægt að skreyta hana með ætisblómum.

Njótið og deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




2 Svör

Hulda Sveins
Hulda Sveins

July 30, 2023

Spennandi xx

Jarþrúður Dagbjört Flórentsdóttir
Jarþrúður Dagbjört Flórentsdóttir

August 20, 2021

Girnileg

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa

Rice Krispís marengsterta
Rice Krispís marengsterta

February 09, 2024

Rice Krispís marengsterta
Það kemur fyrir að maður bregður út af vananum og hérna geri ég það svo sannarlega. Ekkert súkkulaði og engar döðlur, bara Rice Krispís. Það er engu að síður vel hægt að skreyta hana með því ef vill. 

Halda áfram að lesa

Marensterta með bleiku súkkulaði
Marensterta með bleiku súkkulaði

October 27, 2023

Marensterta með bleiku súkkulaði
Í tilefni að bleikum október mánuði og 87.ára afmæli móður minnar þann 22.október 2023 þá ákvað ég að baka eina af uppáhaldstertunum okkar en í nýjum búningi.

Halda áfram að lesa