Kókosterta Brynju

November 07, 2020 3 Athugasemdir

Kókosterta Brynju

Kókosterta Brynju
Eðalterta eins og aðrar sem hún bakar en þessi var bökuð um helgina og hennar notið sem eftirrétt eftir dásmlega máltíð en hún er góð á kökuborðið og sem eftirréttarkaka.
       
300 gr kókos
300 gr sykur
6 eggjahvítur

Stífþeytið sykur og eggjahvítur og blandið svo kókosinum varlega saman við.

Smyrjið form eða setjið á smjörpappír og bakið í 150°c í 35-40 mínútur (Best í blástursofni en gengur líka í venjulegum)

1 peli af rjóma, þeyttur
Niðurskorin jarðaber og bláber sett út í rjómann og sett á milli botnanna.

Krem ofaná kökuna:
50 gr smjör
60 gr flórsykur
4 eggjarauður
100 gr suðusúkkulaði


Bræðið súkkulaðið yfir vægum hita með smjörinu og bætið svo flórsykrinum og eggjarauðunum saman við og berið ofan á kökuna.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




3 Svör

Ingunn
Ingunn

March 14, 2021

Botnarnir eru tveir, sjá myndir.
Eggjarauðurnar eru bara blandaðar saman við (Bræðið súkkulaðið yfir vægum hita með smjörinu og bætið svo flórsykrinum og eggjarauðunum saman við og berið ofan á kökuna.

Mbk. Ingunn

Sigurður
Sigurður

January 11, 2021

Á ekkert að þeyta eggjarauðurnar? og er uppskriftin fyrir tveimur botnum eða bara einum?

Herdís Petrína Pálsdóttir
Herdís Petrína Pálsdóttir

November 24, 2020

Girnileg með ávöxtunum á milli. Ætla að prófa þessa

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Súkkulaðikaka með smjörkremi

November 03, 2024

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Skellti í þessa fyrir afmælisveislu og bauð upp á ásamt fleirru. Virkilega gómsæt kaka sem einfalt er að baka og hver elskar ekki smjörkrem.

Halda áfram að lesa

Möndlukaka!
Möndlukaka!

October 26, 2024

Möndlukaka!
Dásamlega góð kaka og ég verð að segja það fyrir mína parta og þeirra sem smökkuðu kökuna þá fannst okkur hún alveg einstaklega góð svona heimabökuð!

Halda áfram að lesa

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa