Kókosterta Brynju

November 07, 2020 3 Athugasemdir

Kókosterta Brynju

Kókosterta Brynju
Eðalterta eins og aðrar sem hún bakar en þessi var bökuð um helgina og hennar notið sem eftirrétt eftir dásmlega máltíð en hún er góð á kökuborðið og sem eftirréttarkaka.
       
300 gr kókos
300 gr sykur
6 eggjahvítur

Stífþeytið sykur og eggjahvítur og blandið svo kókosinum varlega saman við.

Smyrjið form eða setjið á smjörpappír og bakið í 150°c í 35-40 mínútur (Best í blástursofni en gengur líka í venjulegum)

1 peli af rjóma, þeyttur
Niðurskorin jarðaber og bláber sett út í rjómann og sett á milli botnanna.

Krem ofaná kökuna:
50 gr smjör
60 gr flórsykur
4 eggjarauður
100 gr suðusúkkulaði


Bræðið súkkulaðið yfir vægum hita með smjörinu og bætið svo flórsykrinum og eggjarauðunum saman við og berið ofan á kökuna.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




3 Svör

Ingunn
Ingunn

March 14, 2021

Botnarnir eru tveir, sjá myndir.
Eggjarauðurnar eru bara blandaðar saman við (Bræðið súkkulaðið yfir vægum hita með smjörinu og bætið svo flórsykrinum og eggjarauðunum saman við og berið ofan á kökuna.

Mbk. Ingunn

Sigurður
Sigurður

January 11, 2021

Á ekkert að þeyta eggjarauðurnar? og er uppskriftin fyrir tveimur botnum eða bara einum?

Herdís Petrína Pálsdóttir
Herdís Petrína Pálsdóttir

November 24, 2020

Girnileg með ávöxtunum á milli. Ætla að prófa þessa

Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Rjómaterta með jarðarberjum!
Rjómaterta með jarðarberjum!

July 22, 2023

Rjómaterta með jarðarberjum!
Með jarðarberjum, bláberjum og kókosbollum. Algjör bomba og bragðgóð þessi sem ég bakaði fyrir stuttu síðan og hafði í eftirrétt þegar ég bauð fjölskyldunni minni í mat.

Halda áfram að lesa

Snickers kaka
Snickers kaka

March 09, 2023

Snickers kaka
Þessa dásamlegu uppskrift deildi hún Sólveig Jan með okkur á Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni en maðurinn hennar hafði bakað þessa flottu tertu. 

Halda áfram að lesa

Strandasæla
Strandasæla

February 05, 2023

Strandasæla
Fékk þessa æðislegu uppskrift hjá Sigrúnu Jónu fyrir svolitlu síðan og varð bara að prufa hana. Fínasta kaka og einstaklega góð með rjóma.

Halda áfram að lesa