November 07, 2020 5 Athugasemdir
Kókosterta Brynju
Eðalterta eins og aðrar sem hún bakar en þessi var bökuð um helgina og hennar notið sem eftirrétt eftir dásmlega máltíð en hún er góð á kökuborðið og sem eftirréttarkaka.
300 gr kókos
300 gr sykur
6 eggjahvítur
Stífþeytið sykur og eggjahvítur og blandið svo kókosinum varlega saman við.
Smyrjið form eða setjið á smjörpappír og bakið í 150°c í 35-40 mínútur (Best í blástursofni en gengur líka í venjulegum)
1 peli af rjóma, þeyttur
Niðurskorin jarðaber og bláber sett út í rjómann og sett á milli botnanna.
Krem ofaná kökuna:
50 gr smjör
60 gr flórsykur
4 eggjarauður
100 gr suðusúkkulaði
Bræðið súkkulaðið yfir vægum hita með smjörinu og bætið svo flórsykrinum og eggjarauðunum saman við og berið ofan á kökuna.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
December 12, 2024
Má frysta þessa tertu?
March 14, 2021
Botnarnir eru tveir, sjá myndir.
Eggjarauðurnar eru bara blandaðar saman við (Bræðið súkkulaðið yfir vægum hita með smjörinu og bætið svo flórsykrinum og eggjarauðunum saman við og berið ofan á kökuna.
Mbk. Ingunn
January 11, 2021
Á ekkert að þeyta eggjarauðurnar? og er uppskriftin fyrir tveimur botnum eða bara einum?
November 24, 2020
Girnileg með ávöxtunum á milli. Ætla að prófa þessa
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 03, 2024
October 26, 2024 2 Athugasemdir
March 03, 2024
Ingunn Mjöll
December 12, 2024
Sæl Dagbjört
Ég sé ekkert til fyrirstöðu að hún sé fryst.
Bkv.Ingunn Mjöll/Islandsmjoll