November 07, 2020 2 Athugasemdir
Kókosterta Brynju
Eðalterta eins og aðrar sem hún bakar en þessi var bökuð um helgina og hennar notið sem eftirrétt eftir dásmlega máltíð en hún er góð á kökuborðið og sem eftirréttarkaka.
300 gr kókos
300 gr sykur
6 eggjahvítur
Stífþeytið sykur og eggjahvítur og blandið svo kókosinum varlega saman við.
Smyrjið form eða setjið á smjörpappír og bakið í 150°c í 35-40 mínútur (Best í blástursofni en gengur líka í venjulegum)
1 peli af rjóma, þeyttur
Niðurskorin jarðaber og bláber sett út í rjómann og sett á milli botnanna.
Krem ofaná kökuna:
50 gr smjör
60 gr flórsykur
4 eggjarauður
100 gr suðusúkkulaði
Bræðið súkkulaðið yfir vægum hita með smjörinu og bætið svo flórsykrinum og eggjarauðunum saman við og berið ofan á kökuna.
November 24, 2020
Girnileg með ávöxtunum á milli. Ætla að prófa þessa
November 07, 2020 6 Athugasemdir
October 24, 2020 3 Athugasemdir
October 19, 2020 2 Athugasemdir
Sigurður
January 11, 2021
Á ekkert að þeyta eggjarauðurnar? og er uppskriftin fyrir tveimur botnum eða bara einum?