Kanilterta

December 20, 2022 1 Athugasemd

Kanilterta

Kanilterta
Hérna er stærri uppskrift af Kaniltertunni vinsælu sem alltaf er svo rosalega góð.
Mæli svo með henni og Sjöunda viðundrinu sem má finna hérna líka á síðunni og er með vanillu í staðinn fyrir kanil.

350 gr hveiti 
350 sykur 
350 gr smörlki - mjúkt 
2 egg 
1 ½ tsk kanill 

Hnoðað allt saman.

4 botnar - 7 fyrir þá allra hörðustu
20 mín 175°c 
Á milli: 
2 p rjómi 
súkkulaðispænir 

rjóminn þeyttur, súkkulaðispónum blandað saman við og sett á milli botnanna. 

krem: 
4 eggjarauður 
60 gr flórsykur 
50 gr smjörlíki 
100 gr súkkulaði - dökkt 

Eggjarauður og fljórsykur þeytt saman, smjör og súkkulaði brætt saman og hellt yfri eggjablönduna og þeytt.
Kremið er sett á efsta botninn og beint í frysti. 
Tekið úr frysti 24 tímum áður en borið fram. 

Svo má líka setja ofan á kökuna sparikrem

Konfektkrem (uppskrift frá Margréti Jóhannsdóttir í kökur & baksturs hópunum okkar)

Þeyttið saman
5 eggjarauður
70 gr flórsykur létt og ljóst
bræddið saman 50gr smjör og 100gr súkkulaði
Blanda saman og yfir kökuna

 

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




1 Svar

Hrafnhildur Árnadóttir
Hrafnhildur Árnadóttir

March 11, 2023

Flott

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Súkkulaðikaka með smjörkremi

November 03, 2024

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Skellti í þessa fyrir afmælisveislu og bauð upp á ásamt fleirru. Virkilega gómsæt kaka sem einfalt er að baka og hver elskar ekki smjörkrem.

Halda áfram að lesa

Möndlukaka!
Möndlukaka!

October 26, 2024

Möndlukaka!
Dásamlega góð kaka og ég verð að segja það fyrir mína parta og þeirra sem smökkuðu kökuna þá fannst okkur hún alveg einstaklega góð svona heimabökuð!

Halda áfram að lesa

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa