December 20, 2022 1 Athugasemd
Kanilterta
Hérna er stærri uppskrift af Kaniltertunni vinsælu sem alltaf er svo rosalega góð.
Mæli svo með henni og Sjöunda viðundrinu sem má finna hérna líka á síðunni og er með vanillu í staðinn fyrir kanil.
350 gr hveiti
350 sykur
350 gr smörlki - mjúkt
2 egg
1 ½ tsk kanill
Hnoðað allt saman.
4 botnar - 7 fyrir þá allra hörðustu
20 mín 175°c
Á milli:
2 p rjómi
súkkulaðispænir
rjóminn þeyttur, súkkulaðispónum blandað saman við og sett á milli botnanna.
krem:
4 eggjarauður
60 gr flórsykur
50 gr smjörlíki
100 gr súkkulaði - dökkt
Eggjarauður og fljórsykur þeytt saman, smjör og súkkulaði brætt saman og hellt yfri eggjablönduna og þeytt.
Kremið er sett á efsta botninn og beint í frysti.
Tekið úr frysti 24 tímum áður en borið fram.
Svo má líka setja ofan á kökuna sparikrem
Konfektkrem (uppskrift frá Margréti Jóhannsdóttir í kökur & baksturs hópunum okkar)
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 03, 2024
October 26, 2024
March 03, 2024
Hrafnhildur Árnadóttir
March 11, 2023
Flott