October 24, 2020 4 Athugasemdir
Kanilterta er ein af mínum uppáhalds tertum sagði hún Agnes Margrét þegar hún deildi þessari girnilegu uppskrift inn á Kökur & baksturshópinn á facebook.
Mamma blessunin, bakaði hana alltaf fyri allar veislur og ég auðvitað líka.
Þessi terta er mjög auðveld, það fer ekki mikið í hana þannig að hún er mjög ódýr oooooggg mjööög góð sagði hún.
Við vinkonurnar skelltum í hana núna um helgina og stækkuðum uppskriftina alveg um helming og notuðum 26.cm stór kringlótt kökuform.
4 botnar - 7 fyrir þá allra hörðustu
Bökunartími ca 20 mín 175°c
175 gr. Hveiti
175 gr. Sykur
175 gr. Smjörlíki
1 Egg
1/2 tsk kanill
Öllu hrært saman (hnoðað)
Deiginu skipt í fjóra hluta
Smurt á lausbotna form
1/2 L rjómi þeyttur, sett á milli laga
Súkkulaðikrem sem er sett ofaná:
75.gr smjör
100.gr suðusúkkulaði
75.gr flórsykur
1.egg
Bræðið saman smjöri og súkkulaði á vægum hita
Þeytið eggið og flórsykurinn vel og blandið svo saman og berið ofan á tertuna.
Njótið & deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
November 07, 2020
Kaneltertan hjá mér er átta botnar með rjóma á milli. Deiginu smurt á lausbotna form og alls ekki sett á blástur. Tekur 1 klst. að baka. Hefur verið vinsæl í gegnum árin.
November 01, 2020
Já hún var til þannig líka og önnur sem má finna hérna svipuð nema með vanillu í staðinn fyrir kanil og heitir sú Sjöunda viðundrið, sú er sjö laga, örþunnir botnar en í dag hef ég þá ca.4 (ath að þessi er bökuð í 26.cm formum sem eru frekar stór, ég nota yfirleitt mikið minni og þá hentar betur að hafa fleirri hæðir. Bkv Ingunn
October 25, 2020
Igamla daga þegar ég var ung þá gerðum við sex botna ur einfaldri uppskrift ,þeir voru mjög þunnir og stökkir og maður varð að fara varlega ´Það tók tima að baka hana því þá voru ekki blásturofnar.En góð er hún
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 03, 2024
October 26, 2024 2 Athugasemdir
March 03, 2024
Aðalheiður
April 21, 2024
Þessi terta var mitt uppáhald