Húsfreyjutertan

November 07, 2020 3 Athugasemdir

Húsfreyjutertan

Húsfreyjutertan
Hún er ekki bara ofureinföld heldur líka alveg rosalega góð en hún hefur verið í fjölskyldu vinkonu minnar hennar Brynju og er komin frá Kolbrúnu móður hennar.

4 egg
100 gr sykur
Egg og sykur er stífþeytt saman
4 msk hveiti
2 tsk lyftiduft
Blandið þurrefnum saman við hina blönduna (egg og sykur)

Skiptið í tvö hringform (26 cm) og bakið fyrir 180°c (170 í blásturs ofni) í um 25 mínútur.

1 peli rjómi þeyttur sem settur er á milli botnanna og í kringum tertuna

Karamellukrem
2 msk síróp
2 msk sykur
2 dl rjómi

Sjóðið allt saman í ca 1 klukkutíma og hrærið í blöndunni af og til þar til þú sérð í botninn. Bætið þá smá smjörklípu saman við (ca.1 tsk) og 2.tsk vanilludropum.

Kælið kremið vel og berið svo á kökuna og skreytið svo fallega hringinn í kringum kökuna með rjóma eins og sjá má á mynd.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




3 Svör

Fríða Eyj.
Fríða Eyj.

August 25, 2023

Það á að vera brytjað suðusúkkulaði í henni, 100 g minnir mig.

Ingunn
Ingunn

November 21, 2020

Sæl Inga Dís

Það er ekki gefið upp í uppskriftinni en vinkona mín sem bakaði kökuna hún stráði smá súkkulaði ofan á.

Inga Dis
Inga Dis

November 18, 2020

Getur verið að það séu líka súkkulaðibitar eða súkkulaðispænir í kökunni? Það virkar svolítið þannig á myndinni af sneiðinni :)

Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Rjómaterta með jarðarberjum!
Rjómaterta með jarðarberjum!

July 22, 2023

Rjómaterta með jarðarberjum!
Með jarðarberjum, bláberjum og kókosbollum. Algjör bomba og bragðgóð þessi sem ég bakaði fyrir stuttu síðan og hafði í eftirrétt þegar ég bauð fjölskyldunni minni í mat.

Halda áfram að lesa

Snickers kaka
Snickers kaka

March 09, 2023

Snickers kaka
Þessa dásamlegu uppskrift deildi hún Sólveig Jan með okkur á Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni en maðurinn hennar hafði bakað þessa flottu tertu. 

Halda áfram að lesa

Strandasæla
Strandasæla

February 05, 2023

Strandasæla
Fékk þessa æðislegu uppskrift hjá Sigrúnu Jónu fyrir svolitlu síðan og varð bara að prufa hana. Fínasta kaka og einstaklega góð með rjóma.

Halda áfram að lesa