Húsfreyjutertan

November 07, 2020 3 Athugasemdir

Húsfreyjutertan

Húsfreyjutertan
Hún er ekki bara ofureinföld heldur líka alveg rosalega góð en hún hefur verið í fjölskyldu vinkonu minnar hennar Brynju og er komin frá Kolbrúnu móður hennar.

4 egg
100 gr sykur
Egg og sykur er stífþeytt saman
4 msk hveiti
2 tsk lyftiduft
Blandið þurrefnum saman við hina blönduna (egg og sykur)

Skiptið í tvö hringform (26 cm) og bakið fyrir 180°c (170 í blásturs ofni) í um 25 mínútur.

1 peli rjómi þeyttur sem settur er á milli botnanna og í kringum tertuna

Karamellukrem
2 msk síróp
2 msk sykur
2 dl rjómi

Sjóðið allt saman í ca 1 klukkutíma og hrærið í blöndunni af og til þar til þú sérð í botninn. Bætið þá smá smjörklípu saman við (ca.1 tsk) og 2.tsk vanilludropum.

Kælið kremið vel og berið svo á kökuna og skreytið svo fallega hringinn í kringum kökuna með rjóma eins og sjá má á mynd.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




3 Svör

Fríða Eyj.
Fríða Eyj.

August 25, 2023

Það á að vera brytjað suðusúkkulaði í henni, 100 g minnir mig.

Ingunn
Ingunn

November 21, 2020

Sæl Inga Dís

Það er ekki gefið upp í uppskriftinni en vinkona mín sem bakaði kökuna hún stráði smá súkkulaði ofan á.

Inga Dis
Inga Dis

November 18, 2020

Getur verið að það séu líka súkkulaðibitar eða súkkulaðispænir í kökunni? Það virkar svolítið þannig á myndinni af sneiðinni :)

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Súkkulaðikaka með smjörkremi

November 03, 2024

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Skellti í þessa fyrir afmælisveislu og bauð upp á ásamt fleirru. Virkilega gómsæt kaka sem einfalt er að baka og hver elskar ekki smjörkrem.

Halda áfram að lesa

Möndlukaka!
Möndlukaka!

October 26, 2024 2 Athugasemdir

Möndlukaka!
Dásamlega góð kaka og ég verð að segja það fyrir mína parta og þeirra sem smökkuðu kökuna þá fannst okkur hún alveg einstaklega góð svona heimabökuð!

Halda áfram að lesa

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa