November 07, 2020 3 Athugasemdir
Húsfreyjutertan
Hún er ekki bara ofureinföld heldur líka alveg rosalega góð en hún hefur verið í fjölskyldu vinkonu minnar hennar Brynju og er komin frá Kolbrúnu móður hennar.
4 egg
100 gr sykur
Egg og sykur er stífþeytt saman
4 msk hveiti
2 tsk lyftiduft
Blandið þurrefnum saman við hina blönduna (egg og sykur)
Skiptið í tvö hringform (26 cm) og bakið fyrir 180°c (170 í blásturs ofni) í um 25 mínútur.
1 peli rjómi þeyttur sem settur er á milli botnanna og í kringum tertuna
Karamellukrem
2 msk síróp
2 msk sykur
2 dl rjómi
Sjóðið allt saman í ca 1 klukkutíma og hrærið í blöndunni af og til þar til þú sérð í botninn. Bætið þá smá smjörklípu saman við (ca.1 tsk) og 2.tsk vanilludropum.
Kælið kremið vel og berið svo á kökuna og skreytið svo fallega hringinn í kringum kökuna með rjóma eins og sjá má á mynd.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
November 21, 2020
Sæl Inga Dís
Það er ekki gefið upp í uppskriftinni en vinkona mín sem bakaði kökuna hún stráði smá súkkulaði ofan á.
November 18, 2020
Getur verið að það séu líka súkkulaðibitar eða súkkulaðispænir í kökunni? Það virkar svolítið þannig á myndinni af sneiðinni :)
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 03, 2024
February 09, 2024
October 27, 2023
Fríða Eyj.
August 25, 2023
Það á að vera brytjað suðusúkkulaði í henni, 100 g minnir mig.