Brún lagkaka með kremi

March 27, 2020 1 Athugasemd

Brún lagkaka með kremi

Brún lagkaka með kremi (Randalína)
Hérna koma tvær uppskriftir af Lagtertu/köku, allt eftir því hvað við kjósum að kalla þær en svo virðist vera sem bæði nöfnin passi henni en misjafnt eftir því hvað fjölskyldur kalla hana en hún er engu að síður ómissandi um jólin og ég man að hún amma Jóna heitin bakaði hana alltaf og líka hvíta lagtertu.

Uppskrift:
220 g strásykur 
220 g púðursykur
440 g smjörlíki ... 

440 g Kornax hveiti 
6 egg 
2 tsk negull 
2 tsk matarsódi
4 tsk kanill

Aðferð:
Hræra saman smjörlíki, púðursykri og sykri þar til áferð verður kremuð.
Næst bætt út í eggjum, einu eggi í einu.
Skafa vel upp úr botninum og bæta að lokum rest út í og vinna vel saman.
Bakað á ofnplötum við ca 200°C

Krem
150-200 g smjörlíki
5 dl flórsykur 
1 egg 
2-4 tsk vanilludropar

Öllu hrært vel saman

Brúnkaka hrærð

450 g sykur 
450 g smjörlíki 
8 egg ...

150 g smjör 
430 g hveiti 100 g smjörlíki 
65 g kakó 230 g flórsykur 
1 tsk brúnkökukrydd 1 egg 
1 tsk kanill 1 tsk vanilludropar 
½ tsk engifer 
½ tsk negull 
½ tsk vanilludropar 

Smjörlíki og sykur er hrært vel saman og svo eggin út í, eitt í einu.
Bætið þá þurrefnum saman við og hrærið vel.
Klæðið plöturnar með bökunarpappír og skiptið deiginu í 4 hluta og smyrjið út á plöturnar.
Bakið við 220°c í 10-12 mín.
1 Svar

erefBialley
erefBialley

September 28, 2020

http://onlinecasinouse.com/# world class casino slots casino online slots free online slots

Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Rjómaterta
Rjómaterta

September 07, 2020

RJÓMATERTA 
Íslenska rjómatertan í öllu sínu veldi.
Það er ekki oft sem maður fær orðið ekta flotta rjómatertu en þær eru bara alltaf góðar, það er bara eitthvað svo sérstakt við þær, eitthvað sem við þekkjum.

Halda áfram að lesa

Rúgbrauðsterta
Rúgbrauðsterta

September 07, 2020

Rúgbrauðsterta
Ég hef oft heyrt um minnst á blessuðu Rúgbrauðstertuna en aldrei smakkað hana þar til núna sumarið 2020 á ferðalagi mínu um landið en það var á glænýju kaffihúsi á Hafnarhólmanum Borgarfirði eystri

Halda áfram að lesa

Súkkulaði banana terta
Súkkulaði banana terta

June 17, 2020

Súkkulaði banana terta
Hérna eru tvær útfærslur á uppskriftinni af Súkkulaði banana tertunni, önnur þeirra er mæld í gr en hin í bollum. Þessi tiltekna kaka sem hérna má sjá á 

Halda áfram að lesa