Brún lagkaka með kremi

March 27, 2020 4 Athugasemdir

Brún lagkaka með kremi

Brún lagkaka með kremi (Randalína)
Hérna koma tvær uppskriftir af Lagtertu/köku, allt eftir því hvað við kjósum að kalla þær en svo virðist vera sem bæði nöfnin passi henni en misjafnt eftir því hvað fjölskyldur kalla hana en hún er engu að síður ómissandi um jólin og ég man að hún amma Jóna heitin bakaði hana alltaf og líka hvíta lagtertu.

Uppskrift:
220 g strásykur 
220 g púðursykur
440 g smjörlíki ... 

440 g Kornax hveiti 
6 egg 
2 tsk negull 
2 tsk matarsódi
4 tsk kanill

Aðferð:
Hræra saman smjörlíki, púðursykri og sykri þar til áferð verður kremuð.
Næst bætt út í eggjum, einu eggi í einu.
Skafa vel upp úr botninum og bæta að lokum rest út í og vinna vel saman.
Bakað á ofnplötum við ca 200°C

Krem
150-200 g smjörlíki
5 dl flórsykur 
1 egg 
2-4 tsk vanilludropar

Öllu hrært vel saman

Brúnkaka hrærð

450 g sykur 
450 g smjörlíki 
8 egg ...

150 g smjör 
430 g hveiti  
65 g kakó  
1 tsk brúnkökukrydd 
1 tsk kanill  
½ tsk engifer 
½ tsk negull 
½ tsk vanilludropar 

Krem:
100 g smjörlíki
230 g flórsykur
1 egg 
1 tsk vanilludropar

Smjörlíki/smjöri og sykur er hrært vel saman og svo eggin út í, eitt í einu.
Bætið þá þurrefnum saman við og hrærið vel.
Klæðið plöturnar með bökunarpappír og skiptið deiginu í 4 hluta og smyrjið út á plöturnar.
Bakið við 220°c í 10-12 mín.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




4 Svör

Þórbergur
Þórbergur

January 29, 2022

Í seinni uppskriftinni er notað smjörlíki og smjör en ekki ninnst á hvenær smjörið er sett í degið ,kveðja Þórbergur

Ingibjörg kristinsdóttir
Ingibjörg kristinsdóttir

November 21, 2021

Langar að fá uppskrift af súkkulaði smákökum

Ingunn
Ingunn

November 22, 2020

Sæl Alla

Ekki skal mig undra og eftir að hafa skoðað þetta þá hafði uppskriftin af kreminu runnið þarna saman við og ég er búin að lagfæra uppskriftina, vona innilega að þú sjáir þetta.

Bestu kveðjur Ingunn

Alla
Alla

November 20, 2020

Er ekki alveg að skilja uppskriftina af hrærðu brúnkökuni, er kemur tvisar fyrir egg og smjörlíki t.d langar að prófa þessa uppskrift 😀

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Súkkulaðikaka með smjörkremi

November 03, 2024

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Skellti í þessa fyrir afmælisveislu og bauð upp á ásamt fleirru. Virkilega gómsæt kaka sem einfalt er að baka og hver elskar ekki smjörkrem.

Halda áfram að lesa

Möndlukaka!
Möndlukaka!

October 26, 2024 2 Athugasemdir

Möndlukaka!
Dásamlega góð kaka og ég verð að segja það fyrir mína parta og þeirra sem smökkuðu kökuna þá fannst okkur hún alveg einstaklega góð svona heimabökuð!

Halda áfram að lesa

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa