Satey kjúklingabitar

October 04, 2020

Satey kjúklingabitar

Satey kjúklingabitar
Ég var að skera niður kjúklingalundir í bita þegar mér datt þessi uppskrift í hug og hún kom mér og mínum verulega á óvart og verðu pottþétt gerð aftur síðar.

Kjúklingalundir (skornar í bita)
Satay sósa
Rasp

Skerið lundirnar í jafna bita. Setjið Satay sósuna í skál og hrærið í henni og byrjið svo á því að velta bitunum upp úr sósunni vel og svo upp úr raspinu.
Gott er að vera búin að undirbúa þá alla áður en maður byrjar á því að steikja þá á pönnunni. 

Steikið bitana á vægum hita svo að þeir brenni ekki við og veltið þeim svo við á hina hliðina og látið malla í um það bil 25-30 mínútur. 

Ég var með sætar kartöflur með bakaðar í ofni með tómötum, sólþurrkuðum tómötum og fetaosti ásamt hinu gómsæta hrísgrjónasalati sem hægt er að finna hérna

Sætkartöflugratín í ofni

Sætar kartöflur, skornar í bita og soðnar til að flýta fyrir tímanum inni í ofni.
Kokteiltómatar, niðurskornir sólþurrkaðir tómatar og fetaostur. Allt blandað saman og hitað í ofni í um 20.mínútur á 180°c


Njótið vel & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni


.





Einnig í Kjúklingaréttir

Heilgrillaður kjúklingur!
Heilgrillaður kjúklingur!

November 07, 2023

Heilgrillaður kjúklingur! 
Og hvað þessi hagsýna húsmóðir gerði við afgangana af honum. Hver einn og einasti biti nýttur upp til agna og vel það. En þetta geri ég alltaf við allskonar afganga og margfalda máltíðir heimilisins, hvort heldur sem er fyrir eina manneskju eða fleirri.

Halda áfram að lesa

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur

July 30, 2023

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Þar sem ég er að öllu jafna ein í heimili þá elda ég oft fyrir tvo daga í einu sem er algjör snilld finnst mér en til að hafa tilbreytinguna í eldamennskunni,,,

Halda áfram að lesa

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Kjúklingur í mangó rjómasósu

March 15, 2023

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Hér er æðisleg uppskrift að kjúklingi með mangó rjómasósu sem hún Rune Pedersen deildi með okkur. Æðislegur réttur sem ég er búin að elda og mæli mikið með. Takk fyrir Rune.

Halda áfram að lesa