October 04, 2020
Satey kjúklingabitar
Ég var að skera niður kjúklingalundir í bita þegar mér datt þessi uppskrift í hug og hún kom mér og mínum verulega á óvart og verðu pottþétt gerð aftur síðar.
Kjúklingalundir (skornar í bita)
Satay sósa
Rasp
Skerið lundirnar í jafna bita. Setjið Satay sósuna í skál og hrærið í henni og byrjið svo á því að velta bitunum upp úr sósunni vel og svo upp úr raspinu.
Gott er að vera búin að undirbúa þá alla áður en maður byrjar á því að steikja þá á pönnunni.
Steikið bitana á vægum hita svo að þeir brenni ekki við og veltið þeim svo við á hina hliðina og látið malla í um það bil 25-30 mínútur.
Ég var með sætar kartöflur með bakaðar í ofni með tómötum, sólþurrkuðum tómötum og fetaosti ásamt hinu gómsæta hrísgrjónasalati sem hægt er að finna hérna
Sætkartöflugratín í ofni
Sætar kartöflur, skornar í bita og soðnar til að flýta fyrir tímanum inni í ofni.
Kokteiltómatar, niðurskornir sólþurrkaðir tómatar og fetaostur. Allt blandað saman og hitað í ofni í um 20.mínútur á 180°c
Njótið vel & deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
.
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 27, 2024
October 17, 2024
October 12, 2024