Satey kjúklingabitar

October 04, 2020

Satey kjúklingabitar

Satey kjúklingabitar
Ég var að skera niður kjúklingalundir í bita þegar mér datt þessi uppskrift í hug og hún kom mér og mínum verulega á óvart og verðu pottþétt gerð aftur síðar.

Kjúklingalundir (skornar í bita)
Satay sósa
Rasp

Skerið lundirnar í jafna bita. Setjið Satay sósuna í skál og hrærið í henni og byrjið svo á því að velta bitunum upp úr sósunni vel og svo upp úr raspinu.
Gott er að vera búin að undirbúa þá alla áður en maður byrjar á því að steikja þá á pönnunni. 

Steikið bitana á vægum hita svo að þeir brenni ekki við og veltið þeim svo við á hina hliðina og látið malla í um það bil 25-30 mínútur. 

Ég var með sætar kartöflur með bakaðar í ofni með tómötum, sólþurrkuðum tómötum og fetaosti ásamt hinu gómsæta hrísgrjónasalati sem hægt er að finna hérna

Sætkartöflugratín í ofni

Sætar kartöflur, skornar í bita og soðnar til að flýta fyrir tímanum inni í ofni.
Kokteiltómatar, niðurskornir sólþurrkaðir tómatar og fetaostur. Allt blandað saman og hitað í ofni í um 20.mínútur á 180°c


Njótið vel & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni


.




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Einfaldur Butter chicken!
Einfaldur Butter chicken!

March 25, 2025

Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.

Halda áfram að lesa

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Rjómalagaður spínatkjúkkingur!

January 19, 2025

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Dásamlega ljúffengur kjúklingaréttur sem ég útbjó og bar fram með krydduðum hrísgrjónum. Í þessum rétti notaði ég hin æðislegu krydd frá Mabrúka og sleppti þar að leiðandi þeim kryddum sem hérna eru uppgefin svo ég læt fylgja með hvað ég notaði í hvað.

Halda áfram að lesa

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa