Satey kjúklingabitar

October 04, 2020

Satey kjúklingabitar

Satey kjúklingabitar
Ég var að skera niður kjúklingalundir í bita þegar mér datt þessi uppskrift í hug og hún kom mér og mínum verulega á óvart og verðu pottþétt gerð aftur síðar.

Kjúklingalundir (skornar í bita)
Satay sósa
Rasp

Skerið lundirnar í jafna bita. Setjið Satay sósuna í skál og hrærið í henni og byrjið svo á því að velta bitunum upp úr sósunni vel og svo upp úr raspinu.
Gott er að vera búin að undirbúa þá alla áður en maður byrjar á því að steikja þá á pönnunni. 

Steikið bitana á vægum hita svo að þeir brenni ekki við og veltið þeim svo við á hina hliðina og látið malla í um það bil 25-30 mínútur. 

Ég var með sætar kartöflur með bakaðar í ofni með tómötum, sólþurrkuðum tómötum og fetaosti ásamt hinu gómsæta hrísgrjónasalati sem hægt er að finna hérna

Sætkartöflugratín í ofni

Sætar kartöflur, skornar í bita og soðnar til að flýta fyrir tímanum inni í ofni.
Kokteiltómatar, niðurskornir sólþurrkaðir tómatar og fetaostur. Allt blandað saman og hitað í ofni í um 20.mínútur á 180°c


Njótið vel & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni


.




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa

Indverskar kjúklingabringur
Indverskar kjúklingabringur

October 12, 2024

Indverskar kjúklingabringur
Svakalega einfaldur réttur og einstaklega góður. Svo er einfalt að nýta afgangana á annan hátt ef maður vill fá smá tilbreytingu. Þessa uppskrift minnkaði ég um helming og var með tvær kjúklingabringur,,,

Halda áfram að lesa