Mexikóskt lasagne

February 19, 2024

Mexikóskt lasagne

Mexikóskt lasagne
Eitt það æðislegasta Mexíkóska lasagna sem ég hef gert og ég mæli 100% með.
Virkilega gaman þegar vel heppnast og tortillurnar voru mjög mjúkar og góðar á milli. Þessi verður gerð aftur og aftur og hugsanlega í fleirri útfærslum.
Máltíð alveg fyrir 4 plús. 

5-6 kjúklingabringur (ég notaði 2 1/2 bringu)
½ laukur
2 rauðar paprikur eða 1 stór (ég notaði 1 stóra)
Eitt bréf Burrito kryddmix, og má vera taco kryddmix. (Ég kryddaði með Taco kryddi eftir mínum smekk)
2 dósir af salsa sósu, ég notaði eina medium og eina Hot, virkilega góð blanda
½ líter matarrjómi (ég var með 1 pela af rjóma)
6 tortilla pönnukökur (ég notaði 4 1/2 í hringlaga form)
1 poki af Gratineruðum osti (notaði það sem þurfti til ofan á)



Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu upp úr olíu og kryddið með Burrito eða Taco kryddi.

Skerið laukinn niður og paprikuna og bætið saman við kjúklinginn og steikið áfram þar til kjúklingurinn er eldaður og paprikan og laukurinn er orðin mjúk.

Bætið þá saman við salsa sósunni og rjómanum og látið malla í smá stund áfram. 



Raðið tortilla kökunum í botninn á eldfastu móti og passið að þekja alveg botninn, klippið þær til.

Setjið svo kjúklingaréttinn ofan á, aftur tortillur og svo koll af kolli og endið á kjúklinginum.

Bætið að lokum gratineruðum osti ofan á og setjið inn í ofn á 180°c í um 15-20 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn. 



Berið fram með Nachos eða Dorritos og njótið vel.

Verði ykkur að góðu.

Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Rjómalagaður spínatkjúkkingur!

January 19, 2025

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Dásamlega ljúffengur kjúklingaréttur sem ég útbjó og bar fram með krydduðum hrísgrjónum. Í þessum rétti notaði ég hin æðislegu krydd frá Mabrúka og sleppti þar að leiðandi þeim kryddum sem hérna eru uppgefin svo ég læt fylgja með hvað ég notaði í hvað.

Halda áfram að lesa

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa