Létt reyktur hátíðarkjúklingur

March 08, 2020

Létt reyktur hátíðarkjúklingur

Létt reyktur hátíðarkjúklingur a la carte Ingunn

Fyrir mörgum árum síðan kynntist ég létt reyktum kalkún sem var algjört lostæti kominn alla leið frá Ameríku (tilbúinn eldaður) en það sem verra er að svoleiðis fæst bara ekki hérna á landinu okkar góða en þá fann ég Hátíðarkjúkling létt reyktan frá Holta kjúkling sem er mjög góður en ég kaupi hann ca.2 sinnum á ári, fyrir jólin og páskana en þá eru þeir alltaf til.
Ég setti svo saman mína eigin uppskrift sem ég deili hér með ykkur og vona að þið njótið vel.
Döðlurjómasalat uppskriftin er fengin hjá henni Guðrúnu vinkonu minni en hún er mikill lystakokkur.


1. stk létt reyktur hátíðarkjúklingur (fæst yfirleitt um jól og páska)
Klementinur
Græn vínber
Döðlur

Setjið kjúlinginn í ofn og bakið í 45 mínútur á kíló, hellið yfir hann appelsínusafa þegar hann er farin að gyllast aðeins (hellið fyrst safann af kjúklinginum af áður). Vökvið hann svo öðru hvoru og bætið svo döðlum, klementinum og vínberjum yfir hann.
Borið fram með brúnuðum kartöflum og döðlurjómasalati og appelsínusósu.

Döðlurjómasalat

Rjómi
Döðlur

Látið döðlur liggja í rjómanum í 2-3 tíma, skerið þær smátt niður áður og þeytið rjómann svo varlega.

Appelsínusósa

Smá klípa af smjöri eða smjörlíki til að bræða teninginn
1 hænsnateningur
1 matreiðslurjómi
1 peli af Floridana appelsínusafa
2-3 msk af appelsínuþykkni, má bæta við eftir smekk
Smá kjötkraftur til að styrkja ef þarf 
Maizzenamjöl til að þykkja aðeins

Smjör/smjörlíki brætt með teninginum og hrært í á meðan, 
rjómanum helt út í smátt og smátt og svo appelsínusafanum bætt við og appelsínuþykkninu, 
smakkað til og bætt meira út í að þykkni ef þurfa þykir til að fá meira appelsínubragð og svo er gott að styrkja með smá kjötkrafti ef vill, 
má sleppa. 
Ef margir eru í mat, má bæta út í mjólk til að gera sósuna meiri og setja þá aðeins meiri kraft á móti. 
Þykkja svo í resina með maizzenamjöli.

Njótið!

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa

Indverskar kjúklingabringur
Indverskar kjúklingabringur

October 12, 2024

Indverskar kjúklingabringur
Svakalega einfaldur réttur og einstaklega góður. Svo er einfalt að nýta afgangana á annan hátt ef maður vill fá smá tilbreytingu. Þessa uppskrift minnkaði ég um helming og var með tvær kjúklingabringur,,,

Halda áfram að lesa