Kjúklingur í Bali sósu

January 17, 2024

Kjúklingur í Bali sósu

Kjúklingur í Bali sósu
Einstaklega góður réttur þar sem ég var með kjúklingalæri sem ég átti til en væri til íð að prufa næst með kjúklingabringum eða lundum. Afar bragðgóður og vel heppnaður sem dugði mér í 3 máltíðir og sú síðasta með smá tvisti.


1.pakki af Bali kjúklingagrýtu frá Toro
2 kjúklingalæri eða tvær kjúklingabringur
Best á kjúklinginn krydd
1.epli, skerið í sneiðar
1 poki af hrisgrjónum
8 stk af litlum tómötum, skornir í tvennt
1/4 blaðlaukur, niðurskorin
1/2 dós af ananas eða eftir smekk
Möndlur

Kryddið kjúklinginn og setjið inn í ofn á 180°c í um 30 mínútur, fínt að snúa honum við á miðjum tíma.

Útbúið sósuna úr pakkanum samkvæmt leiðbeiningum og bætið svo út í hana blaðlauknum og anans og látið hana þykkna litilega.

Sjóðið hrísgrjónapakkann og setjið hrísgrjónin í botninn á eldföstu móti ásamt kjúklinginum og raðið svo tómötunum og eplunum ofan á og hellið að lokum sósunni yfir og setjið aftur inn í ofninn í ca.15 mínútur.

Stráið möndlunum yfir eins og sjá má á mynd.



Dásamlega góður réttur og daginn eftir var gott að fá sér afgang

Og þriðja daginn þá setti ég restina í Tartalettur og smellti kjúklingafrönskum með ofan á. Svona dugði þetta fyrir 1 en þetta klárast að öllum líkindindum ef það eru fleirri.


Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll

Verði ykkur að góðu.

Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Rjómalagaður spínatkjúkkingur!

January 19, 2025

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Dásamlega ljúffengur kjúklingaréttur sem ég útbjó og bar fram með krydduðum hrísgrjónum. Í þessum rétti notaði ég hin æðislegu krydd frá Mabrúka og sleppti þar að leiðandi þeim kryddum sem hérna eru uppgefin svo ég læt fylgja með hvað ég notaði í hvað.

Halda áfram að lesa

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa