November 07, 2023
Heilgrillaður kjúklingur!
Og hvað þessi hagsýna húsmóðir gerði við afgangana af honum. Hver einn og einasti biti nýttur upp til agna og vel það. En þetta geri ég alltaf við allskonar afganga og margfalda máltíðir heimilisins, hvort heldur sem er fyrir eina manneskju eða fleirri.
Kryddaður með kjúklingakryddi að eigin vali og grillaður í rétt um klukkutíma á 180°c, muna að snúa honum við í hálfleik.
Með heilgrilluðum kjúkling er gott að bera fram franskar, ég skelli mínum orðið í Air fryerinn. Kokteilsósu eða bearnise, klikkar bara ekki.
Nú þegar það eru afgangar, sem eru nú yfirleitt alltaf hjá mér þá nýti ég þá svona.
Afgangar brytjaðir niður í skál
Ég notaði 6 stórar Tortillur
Ég setti eina krukku af Butter chiken frá Patas'k í pott og setti kjúklinginn út í og hitaði upp á vægum hita og til að ná alveg öllu úr krukkunni þá setti ég 1/4 af mjólk í hana og hristi saman við. Ég bætti við svo einni dós af nýrnabaunum.
Skar niður einn rauðlauk og setti saman við
Sauð einn poka af hrísgrjónum og setti saman við að lokum og beið þar til rauðlaukurinn var farinn að mýkjast.
Setti mosarellaost á hverja köku fyrir sig
Síðan kjúklingablönduna, aðeins meiri ost og svo Doritos
Pakkaði henni saman og smellti á pönnuna við vægan hita, svo hún brenni nú ekki og muna að snúa við.
Þetta var svo gott!
Pakkaði þeim öllum inn, einni og einni, snilld að taka út úr frystinum og smella í Air fryer eða ofninn.
Já og það er nauðsynlegt að merkja, annars man maður ekkert hvað var í hverju þegar maður ætla að taka þetta svo út, svona ef maður gerir þetta öðru hverju úr afgöngum, sem mér finnst reyndar algjör snilld og mikil búbót, ekkert fer til spillis.
Samasem, sparnaður!
Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll
Verði ykkur að góðu.
Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 19, 2025
November 27, 2024
October 17, 2024