Hátíðar kjúklingurinn

April 10, 2021

Hátíðar kjúklingurinn

Hátíðar kjúklingurinn og allir hans afgangar.
Sælkerinn bauð vinkonu sinni í mat um páskana og bauð upp á Létt reyktan kjúkling með sinni ljúffengu appelsínu sósu og í staðinn fyrir að hafa brúnaðar kartöflur með þá ákvað ég að vera með djúpsteiktar franskar og maiz með bræddu smjöri og salti.
      
Ég hjúpaði kjúklinginn í lokinn með blöndu að púðursykri & sinnepi svo það varð þessi dásamlegi hátíðarbragur á honum.
Nú svo var þessi líka flotti afgangur og þá deyr maður nú ekki ráðalaus því ég nýtti hann vel í 3 máltíðar í viðbót sem voru:

Appelsínusósu uppskriftina má finna hérna:

1.Kjúklingaborgari, þar sem ég steikti kjúkling á pönnu ásamt maiz, frönskum og steiktu eggi sem ég setti svo á hamborgarabrauð með kokteilsósu.


2. Píta með léttsteiktum kjúklingastrimlum ásamt maiz, tómat, frönskum og pítusósu. Pítubrauðið keypti ég í Fjarðakaup en þau eru frá Bakaríinu Passinon
sem er staðsett í Álfheimum en athugið að þar þarf að panta þau fyrirfram víst svo ég keypti bara nokkur í ferð minni í Fjarðarkaup og frysti, algjör snilld og brauðin æðislega góð, svona eins og á Pítunni. 
3.Omelettu með kjúkling, tómötum, olívum sem ég átti til afgangs líka og fetaosti. Þetta voru 2 egg, ostur ofana á og svo hráefnið eins og sjá má á myndinni, aðeins kryddað með salt og pipar úr kvörn og svo var henni lokað.


Vonandi gefur þetta ykkur einhverjar hugmyndir á hvernig má nýta afgangana

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Kjúklingaréttir

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Kjúklingur í mangó rjómasósu

March 15, 2023

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Hér er æðisleg uppskrift að kjúklingi með mangó rjómasósu sem hún Rune Pedersen deildi með okkur. Æðislegur réttur sem ég er búin að elda og mæli mikið með. Takk fyrir Rune.

Halda áfram að lesa

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Kjúklingur Korma/Butter chicken

March 01, 2023

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Réttur sem er svo ofureinfaldur og góður í senn enda er leitum við oft af einhverju afar einföldu til að elda svona á milli. Sósurnar frá Patask fá mín bestu meðmæli. Í þessu tilfelli var ég með Butter chiken sósuna.

Halda áfram að lesa

BBQ Kjúlli
BBQ Kjúlli

February 10, 2023

BBQ Kjúklingur
Frábær réttur fyrir þá sem elska barbeque sósu og fyrir hina að prufa. 
Ég reyndar bjó til aðeins aðra útgáfu sem fékk líka frábær meðmæli þar sem ég

Halda áfram að lesa