Hátíðar kjúklingurinn

April 10, 2021

Hátíðar kjúklingurinn

Hátíðar kjúklingurinn og allir hans afgangar.
Sælkerinn bauð vinkonu sinni í mat um páskana og bauð upp á Létt reyktan kjúkling með sinni ljúffengu appelsínu sósu og í staðinn fyrir að hafa brúnaðar kartöflur með þá ákvað ég að vera með djúpsteiktar franskar og maiz með bræddu smjöri og salti.
      
Ég hjúpaði kjúklinginn í lokinn með blöndu að púðursykri & sinnepi svo það varð þessi dásamlegi hátíðarbragur á honum.
Nú svo var þessi líka flotti afgangur og þá deyr maður nú ekki ráðalaus því ég nýtti hann vel í 3 máltíðar í viðbót sem voru:

Appelsínusósu uppskriftina má finna hérna:

1.Kjúklingaborgari, þar sem ég steikti kjúkling á pönnu ásamt maiz, frönskum og steiktu eggi sem ég setti svo á hamborgarabrauð með kokteilsósu.


2. Píta með léttsteiktum kjúklingastrimlum ásamt maiz, tómat, frönskum og pítusósu. Pítubrauðið keypti ég í Fjarðakaup en þau eru frá Bakaríinu Passinon
sem er staðsett í Álfheimum en athugið að þar þarf að panta þau fyrirfram víst svo ég keypti bara nokkur í ferð minni í Fjarðarkaup og frysti, algjör snilld og brauðin æðislega góð, svona eins og á Pítunni. 
3.Omelettu með kjúkling, tómötum, olívum sem ég átti til afgangs líka og fetaosti. Þetta voru 2 egg, ostur ofana á og svo hráefnið eins og sjá má á myndinni, aðeins kryddað með salt og pipar úr kvörn og svo var henni lokað.


Vonandi gefur þetta ykkur einhverjar hugmyndir á hvernig má nýta afgangana

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Rjómalagaður spínatkjúkkingur!

January 19, 2025

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Dásamlega ljúffengur kjúklingaréttur sem ég útbjó og bar fram með krydduðum hrísgrjónum. Í þessum rétti notaði ég hin æðislegu krydd frá Mabrúka og sleppti þar að leiðandi þeim kryddum sem hérna eru uppgefin svo ég læt fylgja með hvað ég notaði í hvað.

Halda áfram að lesa

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
Kjúklingabringur í rósmarínsósu!

November 27, 2024

Kjúklingabringur í rósmarínsósu!
4 – 6 pers
Virkilega ljúffengur og mildur réttur. Alltaf gaman að prufa nýja rétti.

Halda áfram að lesa

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Kjúklingaréttur í Bali sósu!

October 17, 2024

Kjúklingaréttur í Bali sósu!
Mörgum finnst mjög gott að skella í einfalda pottrétti og margir hverjir vita oft ekkert hvaða krydd á að setja og þá er nú snilld að geta gripið í svona tilbúna pakka öðru hverju inn á milli.

Halda áfram að lesa