Appelsínusósa

April 23, 2020

Appelsínusósa

Appelsínusósa
Þessa sósu bjó ég til upphaflega þegar ég var að elda léttreyktan kalkún og þegar ég fór að skoða uppskriftir til að hafa með þá þótti mér þær allar svo rosalega flóknar og mikið af stöffi í þeim svo ég bjó bara til mína eigin uppskrift sem hefur fengið góðar viðtökur og allir elska sem hafa smakkað hana svo ég vona að ykkur líki vel við hana líka.

Frábær með kjúkling, léttreyktum sem reyktum kalkún eða venjulegum.

Smá klípa af smjöri eða smjörlíki til að bræða teninginn
1 hænsnateningur
1 matreiðslurjómi
1 peli af Floridana appelsínusafa
2-3 msk af appelsínuþykkni, má bæta við eftir smekk
Smá kjötkraftur til að styrkja ef þarf
Maizzenamjöl til að þykkja aðeins

Smjör/smjörlíki brætt með teninginum og hrært í á meðan,
rjómanum helt út í smátt og smátt og svo appelsínusafanum bætt við og appelsínuþykkninu,
smakkað til og bætt meira út í að þykkni ef þurfa þykir til að fá meira appelsínubragð og svo er gott að styrkja með smá kjötkrafti ef vill,
má sleppa.
Ef margir eru í mat, má bæta út í mjólk til að gera sósuna meiri og setja þá aðeins meiri kraft á móti.
Þykkja svo í resina með maizzenamjöli.

Njótið

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Sósur

TORO kjúklingasósa með rósapipar
TORO kjúklingasósa með rósapipar

June 16, 2023

TORO kjúklingasósa með rósapipar
Það er þetta með sósur og tvist. Pakkasósur koma oft að góðum notum og auðvelt er að gera þær að sinni sósu með smá tvisti og oftar en ekki þá baka ég þær upp og bæti svo einhverju saman við.

Halda áfram að lesa

Aioli
Aioli

April 07, 2023

Aioli
Er er eitt af því besta sem ég man eftir frá Ibíza þegar maður var ungur ofan á brauð. Þetta fylgdi alltaf með brauði á hverjum matsölustaðnum sem farið var á.

Halda áfram að lesa

Hollandaise sósa með tvisti
Hollandaise sósa með tvisti

February 01, 2023

Hollandaise sósa með tvisti frá Toro 
Þessa gerði ég og hafði með Túnfisk steikinni minni á gamlárskvöld og passaði hún mjög vel með. Núna er ég búin að vera með þrennsskonar sósur á,,,

Halda áfram að lesa