Andaconfit

July 17, 2021

Andaconfit

Andaconfit með döðlurjómasósu
Þessar blessuðu Andacontit dósir hafa verið að kalla á mann í búðunum og maður hefur einhvernvegin ekki þorað í þær og ekki vitað almennilega hvað þetta nú væri né hvernig þetta væri nú matreitt þar til Guðbjörg vinkona sagði mér að margir í kringum hana væru búnir að smakka þetta og í gangi væri einsskonar uppskrift og hvernig ætti nú að matreiða herlegheitin svo við keyptum eina dós og í allt meðlætið með og við urðum ekki fyrir vonbrigðum en lærðum samt að næst væri betra að vera með kartöflu smælki með eða alla vega kartöflur í hýðinu en ekki soðnar niðurskornar kartöflur (samt góðar).

1.dós af Andaconfit


       
Byrjið á því að opna dósina og setjið hana inn í heitan ofninn þar til andafitan hefur náð að bráðna. (Gott að undirbúa sósuna á meðan, nýta tíman). 
Takið svo andalærin upp úr dósinni og færið yfir í ofnskúffu og setjið inn í ofninn aftur á 200°c í ca 10-15 mínútur eða þar til þið sjáið að komin er smá skorpa ofaná lærin. Ath að varan er forelduð.

Andaconfit

Steikið kartöflurnar upp úr andafitunni og stráið svo smá saltflögum yfir.
(Geymið svo fituna í ísskáp og notið í steikingar á hverju sem þið viljið)

Döðlurjómasósa með gráðosti
Uppskrift:
40.gr af döðlum, skornar í bita eða tilbúnar
2.dl vatn
50 gr af gráðosti
2 1/2 dl rjómi/matreiðslurjómi
1.tsk af kjötkrafti-villibráðar leyst upp í 1 dl af vatni
3.msk af hvítvíni 
3.msk af rifsberjahlaupi
Salt & pipar úr kvörn til að smakka til.

Setjið 2.dl af vatni í pott með döðlunum og sjóðið saman þar til döðlurnar hafa leyst vel upp, gott að nota písk til að jafna út en annars má alveg finnast smá fyrir litlum döðlubitum. Bætið gráðostinum saman við og svo er rjómanum bætt útí. Villibráðarkjötkrafturinn er leystur upp í vatninu og honum bætt út í ásamt hvítvíninu og rifsberjahlaupinu. Saltið og piprið svo eftir smekk og smakkið til.

Sósan var dásamlega góð.

Ég bar fram líka alveg dásamlegt brokkolísalat, sjá uppskrift hér.

Njótið & deilið með gleði.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Kjúklingaréttir

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur

July 30, 2023

Yoshida's hrígrjóna & núðluréttur
Þar sem ég er að öllu jafna ein í heimili þá elda ég oft fyrir tvo daga í einu sem er algjör snilld finnst mér en til að hafa tilbreytinguna í eldamennskunni,,,

Halda áfram að lesa

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Kjúklingur í mangó rjómasósu

March 15, 2023

Kjúklingur í mangó rjómasósu
Hér er æðisleg uppskrift að kjúklingi með mangó rjómasósu sem hún Rune Pedersen deildi með okkur. Æðislegur réttur sem ég er búin að elda og mæli mikið með. Takk fyrir Rune.

Halda áfram að lesa

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Kjúklingur Korma/Butter chicken

March 01, 2023

Kjúklingur Korma/Butter chicken
Réttur sem er svo ofureinfaldur og góður í senn enda er leitum við oft af einhverju afar einföldu til að elda svona á milli. Sósurnar frá Patask fá mín bestu meðmæli. Í þessu tilfelli var ég með Butter chiken sósuna.

Halda áfram að lesa