Andaconfit

July 17, 2021

Andaconfit

Andaconfit með döðlurjómasósu
Þessar blessuðu Andacontit dósir hafa verið að kalla á mann í búðunum og maður hefur einhvernvegin ekki þorað í þær og ekki vitað almennilega hvað þetta nú væri né hvernig þetta væri nú matreitt þar til Guðbjörg vinkona sagði mér að margir í kringum hana væru búnir að smakka þetta og í gangi væri einsskonar uppskrift og hvernig ætti nú að matreiða herlegheitin svo við keyptum eina dós og í allt meðlætið með og við urðum ekki fyrir vonbrigðum en lærðum samt að næst væri betra að vera með kartöflu smælki með eða alla vega kartöflur í hýðinu en ekki soðnar niðurskornar kartöflur (samt góðar).

1.dós af Andaconfit


       
Byrjið á því að opna dósina og setjið hana inn í heitan ofninn þar til andafitan hefur náð að bráðna. (Gott að undirbúa sósuna á meðan, nýta tíman). 
Takið svo andalærin upp úr dósinni og færið yfir í ofnskúffu og setjið inn í ofninn aftur á 200°c í ca 10-15 mínútur eða þar til þið sjáið að komin er smá skorpa ofaná lærin. Ath að varan er forelduð.

Andaconfit

Steikið kartöflurnar upp úr andafitunni og stráið svo smá saltflögum yfir.
(Geymið svo fituna í ísskáp og notið í steikingar á hverju sem þið viljið)

Döðlurjómasósa með gráðosti
Uppskrift:
40.gr af döðlum, skornar í bita eða tilbúnar
2.dl vatn
50 gr af gráðosti
2 1/2 dl rjómi/matreiðslurjómi
1.tsk af kjötkrafti-villibráðar leyst upp í 1 dl af vatni
3.msk af hvítvíni 
3.msk af rifsberjahlaupi
Salt & pipar úr kvörn til að smakka til.

Setjið 2.dl af vatni í pott með döðlunum og sjóðið saman þar til döðlurnar hafa leyst vel upp, gott að nota písk til að jafna út en annars má alveg finnast smá fyrir litlum döðlubitum. Bætið gráðostinum saman við og svo er rjómanum bætt útí. Villibráðarkjötkrafturinn er leystur upp í vatninu og honum bætt út í ásamt hvítvíninu og rifsberjahlaupinu. Saltið og piprið svo eftir smekk og smakkið til.

Sósan var dásamlega góð.

Ég bar fram líka alveg dásamlegt brokkolísalat, sjá uppskrift hér.

Njótið & deilið með gleði.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Kjúklingaréttir

Mango Chutney kjúklingur
Mango Chutney kjúklingur

April 05, 2024

Mango Chutney kjúklingur
Meiriháttar góður réttur, algjör sælkera að mínu mati. Ég minnkaði hann reyndar lítilega sem kom ekki að sök og var með hrísgrjón með og ferskt salat.
fyrir 4

Halda áfram að lesa

Barbeque kjúklingaborgari
Barbeque kjúklingaborgari

March 05, 2024

Barbeque kjúklingaborgari
Afgangar er eitthvað sem ég elska að nýta og gera eitthvað gott úr og hérna var ég með afganga af kjúklingalæri sem ég steikti á pönnu og bar fram með steiktu eggi, spínati, agúrku, hamborgara sósu og barbeque sósu. Svakalega góðu.

Halda áfram að lesa

Mexikóskt lasagne
Mexikóskt lasagne

February 19, 2024

Mexikóskt lasagne
Eitt það æðislegasta Mexíkóska lasagna sem ég hef gert og ég mæli 100% með.
Virkilega gaman þegar vel heppnast og tortillurnar voru mjög mjúkar og góðar á milli. 

Halda áfram að lesa