Wok-nautakjöt í Satay sósu

September 18, 2021 2 Athugasemdir

Wok-nautakjöt í Satay sósu

Wok-nautakjöt í Satay sósu
Þessi réttur passar mjög vel á thailenska hlaðborðið með nautakjötsréttinum í ostrusósunni en mér finnst svo gaman að elda allsskonar frá hinum og þessum þjóðum, kitlar bragðlaukana svo um munar.

Nautakjöt, ég notaði gúllas sem ég var búin að láta meyrna vel í nokkra daga í ísskápnum og skar ég það í þunnar sneiðar og steikti á pönnu upp úr smá olíu.
Látið malla þar til mjúkt og gott. Gott er að bæta aðeins við vatni eins og 1/2-1 dl.

Ég bætti svo út í:
Water Chestnuts sliced 1/2 dós
Satay sósu, lítil krukka. Gott að setja smá mjólk í krukkuna og hrissta til bæta útí.
Brokkólí
Míni maiz
Blaðlauk
Paprika


Borið fram með hrísgjónum


Deilið með gleði.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




2 Svör

Ingunn
Ingunn

October 01, 2021

Mini maiz er í dós af litlum maizkornum og fæst í flestum búðum og Water Chestnuts sliced 1/2 dós sömuleiðis, ég keypti hvort tveggja í Bónus.

Með kveðju
Ingunn

Ólöf
Ólöf

September 19, 2021

hvað er minizo og dós af voter eitthvað?

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Entrecote steik, beint frá býli!
Entrecote steik, beint frá býli!

October 25, 2025

Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri stutt!
Lambalæri stutt!

October 25, 2025

Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.

Halda áfram að lesa

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa