April 28, 2020 2 Athugasemdir
Sælkera hakkbollur
Með Mango Chutney, Ritz kexi, sojasósu og piparosti.
Ég veit ekki hvort það var Mango chutneyið, Ritz kexið, soja sósan eða piparosturinn en ég veit að þetta voru þær allra bestu bollur sem ég hef búið til og samsetningin var æðisleg líka og matargestir mínir voru sammála mér og sögðu þetta allra bestu bollurnar sem þeir hefðu fengið og þá er ég alsæl.
700-800 gr af nautahakki
1.egg
1.bolli Ritz kex eða eftir smekk
1-2.msk af sojasósu
3.msk af Mango Chutney frá Patak's
1.Piparostur (hálfur í réttinn og hinn helmingurinn ofan á, ég reif hann niður með salatmaster rifjárninu mínu)
Smá hveiti, ég nota eins lítið og ég kemst upp með, bara rétt svo til að halda þeim saman.
Kryddað með Seson All
Smá klípa af smörlíki
Fetaostur
1.stór dós af Hunts pastasósu Italian Sausage
Spagetti (t.d De Cecco Spaghetti N 12)
Ég byrjaði á að settja hakkið í skál og blanda egginu saman við og sojasósunni, kryddaði með Seson All á alla kannta þegar ég hrærði saman og bætti svo saman við Mango Chutney, piparostinum og muldi svo Ritz kexinu saman við og bætti við smá hveiti til að halda blöndunni aðeins betur saman.
Ég mótaði svo í meðalstórar bollur og setti í eldfast mót og geymdi í ísskáp til dagsins eftir (leyfir kryddinu öllu að blandast vel í hakkið) en örugglega líka alveg í lagi að steikja þær strax en ég mæli með hinu.
Ég setti svo smá smjörlíki á pönnu og steikti bollurnar á báðum hliðum og leyfði þeim að malla í smá stund eða á meðan ég sauð spagettíið og þegar það var tilbúið þá setti ég það í botninn á eldföstu móti, raðaði bollunum jafnt yfir og hellti síðan Hunts pastasósunni yfir allt saman og stráði restinni af piparostinum og bætti við slatta af fetaosti líka og setti inni ofn á 150°c í um 20-25 mínútur
Borið fram með hvítlauksbrauði, snittubrauði venjulegu eða súrdeigsbrauði.
Njótið vel og deilið eins og vindurinn!
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
March 19, 2024
Þessar voru rosalega góðar, mæli með.
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 06, 2024
October 30, 2024
October 28, 2024
Ingunn Mjöll Sigurdardóttir
March 19, 2024
Dásamlegt að heyra Drífa, takk fyrir að mæla með þeim, tek svo sannarlega undir það með þér.
Mbk.Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is