Lambalæri/bógsneiðar

April 15, 2023

Lambalæri/bógsneiðar

Lambalæri/bógsneiðar
Ég elska lambakjöt og kaupi reglulega heilan eða hálfan skrokk. Dásamlegt að eiga í frystinum og taka út eftir hendinni en ég tek lambakjöt yfirleitt 3-5 dögum fyrr út en ég ætla að nota það, rétt eins og nautakjötið. Það verður svo meyrt og gott.

Ég krydda kjötið oft á mismunandi hátt, leik mér í kryddvalinu, ekkert gaman að nota alltaf það sama og hérna þá Brown Sugar Bourbon grill kryddi frá McCormick og klippti svo niður smá af graslauk til að gera þetta pínu sumarlegt.

Skellti þessu svo í ofninn í um 40-45 mínútur og snéri sneiðunum við þegar tíminn var hálfnaður og setti þá kartöflu gratín með sem ég hafði útbúið. Sjá hérna uppskrift af kartöflugratín.

Einfaldara getur þetta ekki verið stundum og svo er auðvitað hægt að bera fram með þessu salat og sósu eftir vali hvers og eins. Kaldar sósur fara vera mikið inn þegar sumarið kemur en heitu svona meira yfir vetratímann en það er missjafn hvað fólk velur.


Afgangar:
Nú daginn eftir þá átti ég afgang svo ég ákvað að gera eitthvað öðruvísi og úr varð að ég keypti snittubrauð, skar það í sneiðar, smurði með smjöri, skar kjötið í þunnar sneiðar og setti ofan á, ásamt kartöflugratíninu og setti í Air fryer í um 3-4 mínútur.

Nammi namm hvað þetta var gott!

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni







Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Entrecote steik, beint frá býli!
Entrecote steik, beint frá býli!

October 25, 2025

Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri stutt!
Lambalæri stutt!

October 25, 2025

Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.

Halda áfram að lesa

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa