Lambalæri/bógsneiðar

April 15, 2023

Lambalæri/bógsneiðar

Lambalæri/bógsneiðar
Ég elska lambakjöt og kaupi reglulega heilan eða hálfan skrokk. Dásamlegt að eiga í frystinum og taka út eftir hendinni en ég tek lambakjöt yfirleitt 3-5 dögum fyrr út en ég ætla að nota það, rétt eins og nautakjötið. Það verður svo meyrt og gott.

Ég krydda kjötið oft á mismunandi hátt, leik mér í kryddvalinu, ekkert gaman að nota alltaf það sama og hérna þá Brown Sugar Bourbon grill kryddi frá McCormick og klippti svo niður smá af graslauk til að gera þetta pínu sumarlegt.

Skellti þessu svo í ofninn í um 40-45 mínútur og snéri sneiðunum við þegar tíminn var hálfnaður og setti þá kartöflu gratín með sem ég hafði útbúið. Sjá hérna uppskrift af kartöflugratín.

Einfaldara getur þetta ekki verið stundum og svo er auðvitað hægt að bera fram með þessu salat og sósu eftir vali hvers og eins. Kaldar sósur fara vera mikið inn þegar sumarið kemur en heitu svona meira yfir vetratímann en það er missjafn hvað fólk velur.


Afgangar:
Nú daginn eftir þá átti ég afgang svo ég ákvað að gera eitthvað öðruvísi og úr varð að ég keypti snittubrauð, skar það í sneiðar, smurði með smjöri, skar kjötið í þunnar sneiðar og setti ofan á, ásamt kartöflugratíninu og setti í Air fryer í um 3-4 mínútur.

Nammi namm hvað þetta var gott!

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni







Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Sinneps hakkabuff!
Sinneps hakkabuff!

October 28, 2024

Sinneps hakkabuff!
Ég er alltaf að bæta einhverju nýju í uppskriftirnar hjá mér og breyta til og hérna bæti ég saman við Svövu Sinnepi sem er alveg hreint dásamlega gott bæði í matargerð ofl og eins setti ég heilhveiti í blönduna í staðinn fyrir hveiti sem kom bara ljómandi vel út.

Halda áfram að lesa