Karrí kartöfluréttur

April 15, 2023

Karrí kartöfluréttur

Karrí kartöfluréttur
Þessa uppskrift er ég búin að ætla að gera lengi og loksins lét ég verða að því. Virkilega góður kartöfluréttur, einn og sér eða með öðrum mat sem meðlæti.

Ég reyndar minnkaði uppskriftinga töluvert þar sem ég var að gera bara fyrir mig en ég notaði 1 pela af kókosmjólk og ég hefði ekki viljað hafa það minna. Líka alveg rosalega gott daginn eftir. 

1 kg kartöflur
2 laukar smátt skornir
2 gulrætur smátt skornar
2 msk olía
2 vorlaukar
2 hvítlauksgeirar smátt saxaðir
2 tsk karrí
½ dós kókosmjólk

1 tsk garam masala
Grænmetið skorið í smáa bita en kartöflurnar örlitið grófari bita.
Byrjað á því að steikja laukinn, hvitlaukinn og kryddið.
Sjóðið í 15-20 mínútur við ekki allt of háan hita.
Skreyta má réttinn með ferskum kóríander.
Vorlaukurinn kemur rétt undir lokin og gott er að krydda til.
Mjög gott er að setja kjúkling eða grillaðan fisk saman við þennan rétt. Líka góður einn og sér.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Meðlæti

Kartöflugratín með aspas!
Kartöflugratín með aspas!

June 28, 2024

Kartöflugratín með aspas!
Dásamlega gott kartöflugratin með rauðlauk, grænum ferskum aspasbitum, rjóma og mosarellaosti, toppað með salt og pipar, einfalt og sérstaklega ljúffengt. Lítið mál að bæta saman við fleirra hráefni eins og beikoni eða öðru sem hugurinn langar í.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat með Mango Chutney
Kartöflusalat með Mango Chutney

April 21, 2024

Kartöflusalat með Mango Chutney
Hérna er skemmtileg útfærsla af kartöflu salati með Mango Chutney frá Patak's, virkilega gott kartöflusalat, ekta sælkera að mínu mati og gott með öllum mat.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat með spergilkáli
Kartöflusalat með spergilkáli

April 09, 2024

Kartöflusalat með spergilkáli
Virkilega góð uppskrift af kartöflusalati sem ég var loksins að gera og hafði með fisk en það passar með öllum mat og jafnvel sem máltíð ef út í það er farið.

Halda áfram að lesa