Lambahryggur hálfur
October 20, 2024
Lambahryggur hálfurUm jólin var ég með lítin lambahrygg með öllu tilheyrandi, sósu, rjómasalati og sykurbrúnuðum kartöflum og sveppa rjómasósu. Ekki seinna að vænna að deila henni með ykkur svona áður en næstu jól hringja inn.

Ég ákvað að skera af honum file-ið undir honum sem reyndar var ansi lítið á þessum og elda það sér annan dag.

Ég kryddaði hann með Gott á lambið

Og á file-ið líka. Gott að steikja það létt á pönnu t.d. og útbúa Sælkera steikarsamloku eða nota það daginn eftir með sósunni og kartöflunum.

Hryggurinn var inni í ofni í um 50 mínútur á 180°c

Og með lambinu var ég með sveppa rjómasósu þar sem ég notaði grunninn frá Toro sveppasúpu, Kastaníu sveppi, mjólk og rjóma og hálfan sveppatening.

Rjómaeplasalat með vínberjum, þeyttur rjómi, niðurskorið epli og vínber.

Jólaborðið mitt. Þarna má sjá líka sykurbrúnarðar kartöflur og ég set alltaf bara sykur. Um leið og sykurinn byrjar að bráðna á pönnunni þá lækka ég undir og set svo kartöflurnar á pönnuna og tek hana af hellunni til að passa að kartöflurnar brenni ekki.

Dásamlega góð máltíð sem ég naut vel.
Verði ykkur að góðu.
Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.