Hryggur í helgarmatinn

April 15, 2023

Hryggur í helgarmatinn

Hryggur í helgarmatinn
Ég var með smá fjölskyldumat um páska helgina og ákvað að vera með hálfan venjulegan hrygg og hálfan af reyktum sem féll mjög vel í kramið. Ásamt hryggnum var ég með brúnaðar (sykraðar) kartöflur, rjómasveppa piparsósu og ferskt salat með. 

Hrygginn kryddaði ég með Seson All og smá af steikarkryddi og setti inn í ofn í um 45-50 mínútur og reykta hryggin sauð ég og lét malla í svipaðan tíma og tók hann svo upp úr pottinum og bar á hann blöndu af púðursykri og sinnepi og setti inn í ofn með hinum í smá stund. 

Kartöflurnar set ég alltaf bara í bræddan sykur, ekkert smjör/smjörlíki/rjómi, bara sykur.

Rjómasveppa sósan með piparosti
1. matreiðslurjómi
1. sveppateningur
sveppir, niðurskornir
1/2 piparostur, skorinn í smá bita og bræddur í rjómanum


Setjið rjóman í pott ásamt sveppatening og bætið svo ostinum saman við og sveppunum síðast. Látið malla þar til osturinn er að mestu bráðnaður. Þykkið sósuna með maizenamjöli ef þið viljið hafa hana þykkari og svo velur hver og einn fyrir sig hvort hann vilji hafa hana hvíta eða bæti smá sósulit saman við, ég bætti sósulit saman við.



Ég skreytti svo diskinn með ferskum anans sem ég bar fram kjötið á.

Páskaborðið árið 2023

Páskamaturinn

Í eftirmatinn var ég með Royal búðing og fyrir valin var Bananasplitt með tvisti eins og svo oft áður. Uppskriftina af honum má finna hérna.

Og svo hreinlega elska ég afganga og reyni alltaf að nýta þá eins vel og ég get og stundum teygjast þeir í 1-3 máltíðir í viðbót. 

Svo að dag númer tvö þá skar ég kjötið útí sósuna og setti kartöflurnar með líka og borðaði með salati.

Dagur 3 - Lambagúllas með salati og að viðbættri einnri brauðsneið.

Já það má gera sér glaðan dag og daga þegar afgangar eru annarsvegar og ég hef persónulega verið mjög dugleg við að nýta þá, annaðhvort strax eða frysta og njóta síðar. 

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Lambahryggur hálfur
Lambahryggur hálfur

October 20, 2024

Lambahryggur hálfur
Um jólin var ég með lítin lambahrygg með öllu tilheyrandi, sósu, rjómasalati og sykurbrúnuðum kartöflum og sveppa rjómasósu. Ekki seinna að vænna að deila henni með ykkur svona áður en næstu jól hringja inn.

Halda áfram að lesa

Ærlund!
Ærlund!

June 06, 2024

Ærlund beint frá býli!
Kom mér skemmtilega á óvart, dúnamjúk og góð.
Ég keypti tvær í pakka og ákvað að nota eina þeirra í einu og útbúa 2 plús málítiðir úr þeim fyrir mig og hérna fáið þið afraksturinn.

Halda áfram að lesa

Bænda bita freistingar!
Bænda bita freistingar!

May 31, 2024

Bænda bita freistingar!
Hérna eru nokkar uppskriftir sem ég fékk á blaði og korti frá Stórhól, Bændabiti beint frá býli á Matarmarkaðinum í Hörpu. Má þar telja upp Hægeldaðan kiðlingabóg, Birkisósa, Bláberjasósa, Chutney sósa, Bændasalat og að lokum uppskrift af Geita-partýi.

Halda áfram að lesa