Alikálfarif & Roastbeef

November 18, 2023 2 Athugasemdir

Alikálfarif & Roastbeef

Alikálfarif & Roastbeef
Ég hef nú aldrei verið neinn snillingur i að elda nautakjöt og viðurkenni bara alveg þann vanmátt minn en maður lærir svo lengi sem maður lifir og loksins var komið að því og með aðstoð góðra vina þá varð þetta máltíð að hætti Sælkera!

Deili því hérna með ykkur.

Byrjum á rifunum!

Ég hafði jú keypt þetta eðalkjöt beint frá býli til að prufa eftir að hafa séð hjá vini þar sem hann var að elda rif ofl. Ég hafði prufað að elda þetta tvisvar sinnum áður að mínum hætti, annað skiptið var ok en það síðara alveg glatað, svo glatað að vinkonur mínar sögðu við mig, Ingunn, hvað gerðist eiginlega, við höfum bara aldrei fengið svona misheppnaðan mat hjá þér áður og já satt var það, þetta var glatað.

Þessi gefst þó ekki upp og nú skyldi fara eftir því sem vinurinn hafði bent á og það alla leið. Sjá hér fyrir neðan í máli og myndum.

Kryddaði rifin með steikarkryddi, salt og pipar  eða hvítlaukskrydd fyrir þá sem það vilja, ekki allir eins hrifnir af hvítlauknum.

Pakkið síðan hverjum bita inn fyrir sig í steikarpoka, fást úti í búð. 
Setjið inn í ofninn í 7 tíma á 100° svo á sjóðandi heitt grillið í smá stund og pennslið með barbeque sósu. Þetta hreinlega bráðnar í munni og í guðanabænum ekki reyna fyrstu aðferðina mína, bara beint í þessa!



Sælkerarif

Nú ég var líka með Alikálfa læri (Roastbeef) frá sama býli.

Það var nú eins með þetta eins og hitt, ég var engin snillingur en með diggri aðstoð vina minna þá varð úr sælkeramáltíð og við lærðum öll eitthvað nýtt í leiðinni. Ég átti nefnilega til eina þá allra bestu snilldarinnar bók frá Kjötkompaní sem ber nafnið, "Grillum og njótum í allt sumar" og það var að sjálfsögðu gluggað í hana. 

Í henni voru alveg frábær eldunartips sem ég ætla að fá að deila hérna með ykkur. Sjá neðar á síðunni, fyrst er það Roastbeefið.


Athugið að ég tek alltaf út nautakjöt 4-6 dögum áður en ég ætla að nota það úr frystinum, það er trikkið við að það verði alveg dásamlega meyrt og gott.

Ég mareneraði roastbeefið með þessari mareneringu og lét liggja vel í yfir nótt og snéri við reglulega til að kjötið myndi drekka þetta vel í sig. 

Ummm 

Þegar kjarnhitinn hefur svo náð 52-54 þá er kjötið tekið af grillinu og látið bíða í 5-10 mínútur. Ef þú átt ekki til kjöthitamælir þá mæli ég með því að þú fjárfestir í einum slíkum, núna!

Við vorum svo spennt að byrja að borða matinn að myndataka steingleymdist alveg að hluta til, já það gerist.

En með matnum vorum við með bakaðar kartöflur

Maiz korn og ljúffenga heimagerða bernaise 
sósu frá grunni.

Bernaise sósa
2 eggjarauður
200 g smjör
bernaise-bragðefni (e. essence) fáfnisgras (e. estragon)
salt og pipar
örlítill sítrónusafi

Þeytið eggjarauður og bernaise-bragðefni yfir vatnsbaði þar til blanda verður létt og ljós.
Bræðið smjör og hellið rólega yfir. Hrærið stöðugt í.
Bætið fáfnisgrasi við.
Salt og pipar eftir smekk.
Bætið við sítrónu safa


Eldunartips frá Kjötkompaní

Passið að þrífa grillið vel eftir hverja notkun
Veljið gott kjöt
Gott að fá nautafitu í kjötversluninni og bera aðeins á heita grillteinana eða pönnuna.
Ef þú ert með ómarinerað kjöt, þerraðu þá vel allan vökva af steikinni, það gefur betri steikingu.
Notið alltaf kjarnhitamæli til að hitta á réttu steikinguna, ef þið eigið hann ekki þá er best að drífa í að kaupa einn slíkan (ég átti til einn, alveg ónotaðan) 
Gefa sér góðan tíma í eldamennskuna, það er yfirleitt best að elda steikina á lágum hita og fá jafna steikingu í gegnum allan vöðvann.
Okkar ráð er að loka steikinni á miklum hita og lækka svo hitann niður í 80-100 gráður og klára eldun. 
Láta steikina hvíla í 5-10 mínútur svo að eldunartíma loknum, fer eftir stærð.

Njótið og deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





2 Svör

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

August 15, 2024

Sæl Rakel

Vertu velkomin að skrá þig hérna aðeins neðar á síðunni fyrir fréttabréfi Islandsmjallar.

Ef þú vilt vera með í hópunum þá er bara að smella á linkana/myndirnar og óska eftir aðgangi.

Bkv.Ingunn Mjöll

Rakel
Rakel

August 15, 2024

Langar að skrá mig til að sjá hvað er um að vera hjá ykkur

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Ærlund!
Ærlund!

June 06, 2024

Ærlund beint frá býli!
Kom mér skemmtilega á óvart, dúnamjúk og góð.
Ég keypti tvær í pakka og ákvað að nota eina þeirra í einu og útbúa 2 plús málítiðir úr þeim fyrir mig og hérna fáið þið afraksturinn.

Halda áfram að lesa

Bænda bita freistingar!
Bænda bita freistingar!

May 31, 2024

Bænda bita freistingar!
Hérna eru nokkar uppskriftir sem ég fékk á blaði og korti frá Stórhól, Bændabiti beint frá býli á Matarmarkaðinum í Hörpu. Má þar telja upp Hægeldaðan kiðlingabóg, Birkisósa, Bláberjasósa, Chutney sósa, Bændasalat og að lokum uppskrift af Geita-partýi.

Halda áfram að lesa

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa