November 07, 2020
Risarækjur í sweet chili sósu með hörpuskelfisk
Svakalega vel sem þessi heppnaðist hjá okkur vinkonunum um helgina en hann var borin fram með heimabökuðu brauði og salati.
1.poki af Risarækjum (ekki í skel)
1.poki Hörpuskelfisk (litlum)
1.Paprika rauð, skorin í strimla
Blaðlaukur, ca hálfur eða eftir smekk
Sweet chilli sósa
1/2 lítri rjómi
1.grænmetisteningur
salt & pipar
Byrjið á að hella slatta af Sweet chilli sósunni yfir risarækjurnar og látið þær liggja í ca.1 tíma. Skerið niður paprikuna og blaðlaukinn og léttsteikið á pönnu upp úr smjöri, það gefur þetta extra.
Hellið rjómanum yfir grænmetið og bætið grænmetisteninginum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Látið malla í ca.20-30 mínútur og bætið þá hörpuskelfiskinum úti og fyrir þá sem vilja má setja smá slurk af hvítvíni úti (en má sleppa) og 4-5 mínútum áður en rétturinn er borinn fram þá má setja risarækjurnar úti sósuna svo að hann ofeldist ekki.
Meðlæti:
Salat og heimabakað brauð, hér má sjá eina afar auðvelda.
Verði ykkur að góðu og deilið að vild.
Einföld uppskrift af brauðbolluhring má finna hér
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
September 28, 2022
October 08, 2021
March 07, 2020
Grillaður humar í skel
Hvað er betra en grillaður humar á sumrin, jú svarið er, "Grillaður humar" ekki flókið og súperauðvelt.