Risarækjur í sweet chili

November 07, 2020

Risarækjur í sweet chili

Risarækjur í sweet chili sósu með hörpuskelfisk
Svakalega vel sem þessi heppnaðist hjá okkur vinkonunum um helgina en hann var borin fram með heimabökuðu brauði og salati.
          
1.poki af Risarækjum (ekki í skel)
1.poki Hörpuskelfisk (litlum)
1.Paprika rauð, skorin í strimla
Blaðlaukur, ca hálfur eða eftir smekk
Sweet chilli sósa
1/2 lítri rjómi
1.grænmetisteningur
salt & pipar
       
Byrjið á að hella slatta af Sweet chilli sósunni yfir risarækjurnar og látið þær liggja í ca.1 tíma. Skerið niður paprikuna og blaðlaukinn og léttsteikið á pönnu upp úr smjöri, það gefur þetta extra.

Hellið rjómanum yfir grænmetið og bætið grænmetisteninginum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Látið malla í ca.20-30 mínútur og bætið þá hörpuskelfiskinum úti og fyrir þá sem vilja má setja smá slurk af hvítvíni úti (en má sleppa) og 4-5 mínútum áður en rétturinn er borinn fram þá má setja risarækjurnar úti sósuna svo að hann ofeldist ekki.

Meðlæti:
Salat og heimabakað brauð, hér má sjá eina afar auðvelda.

Verði ykkur að góðu og deilið að vild.

Einföld uppskrift af brauðbolluhring má finna hérEinnig í Humar & skelfiskur

Bláskel í hvítvíni
Bláskel í hvítvíni

October 08, 2021

Bláskel í hvítvíni
Ég fékk svo æðislega bláskel við Breiðafjörðinn og má með sanni segja að hann sé rómaður fyrir góða bláskel en hana má finna víða á matseðlum

Halda áfram að lesa

Grillaður humar í skel
Grillaður humar í skel

March 07, 2020

Grillaður humar í skel
Hvað er betra en grillaður humar á sumrin, jú svarið er, "Grillaður humar" ekki flókið og súperauðvelt.

Halda áfram að lesa