Heimagerð humarpizza!

October 20, 2024

Heimagerð humarpizza!

Humarpizza heimagerð!
Ein af uppskriftunum sem voru sendar til mín og ég hef ekki komist í að búa til sjálf svo ég set hérna inn mynd með af einni humarpizzu sem ég gerði einu sinni.

Botn: 
500 gr. hveiti 
1 og 1/2 bréf þurrger 
2.tsk. salt 
1. tsk. sykur 
pizzukrydd 
4. msk. ólía 
4-5 dl. vatn 
Allt hnoðað saman og látið hefast í 1. klst. Úr þessu deig fáið þið 5. pizzur ( ef þið eigið pizzuofn) 

17. humarhalar skel flettir og hreinsaðir, síðan skorin í tvennt efir endilöngu. Lagið í hvítlauksolíu sem er olía með söxuðuð hvítlauk í (vel hálfur laukur). 
-Pizzubotnarnir pennslaðir með olíunni sem humarinn er marinneraður í. Humrinum raðað á pizzubotninn ( gæta þess að strúka vel olíuna af honum). 
-Síðan er mexikóskurostur skorin í bita og raðað á milli humranna. 
-Rifinn ostur settur ofan á og pizzukryddi stráð yfir. 
Bakað í pizzaofni í nokkrar mínútur. 
-Þegar að pizzan er tekin úr er RUCCOLI (KLETTASALATI) stráð yfir. 

Þessi pizza er mjög góð. Verði ykkur að góðu. 

Kveðja Emma Vídó 

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Humar & skelfiskur

Sjávarrétta paella
Sjávarrétta paella

September 28, 2022

Sjávarrétta paella
Hérna er ein uppskrift af paellu sem ég fann á spánskri síðu sem mér leist vel á og langar til að prufa fljótlega en ég hef lengi verið að hugsa um að fara á

Halda áfram að lesa

Bláskel í hvítvíni
Bláskel í hvítvíni

October 08, 2021

Bláskel í hvítvíni
Ég fékk svo æðislega bláskel við Breiðafjörðinn og má með sanni segja að hann sé rómaður fyrir góða bláskel en hana má finna víða á matseðlum

Halda áfram að lesa

Risarækjur í sweet chili
Risarækjur í sweet chili

November 07, 2020

Risarækjur í sweet chili sósu með hörpuskelfisk
Svakalega vel sem þessi heppnaðist hjá okkur vinkonunum um helgina en hann var borin fram með heimabökuðu brauði og salati.

Halda áfram að lesa