October 08, 2021
Bláskel í hvítvíni
Ég fékk svo æðislega bláskel við Breiðafjörðinn og má með sanni segja að hann sé rómaður fyrir góða bláskel en hana má finna víða á matseðlum veitingastaðanna þar og einnig víða við strendur Íslands fyrir þá sem vilja freista þess að týna þær sjálfir sem ég veit að margir gera, nú eða kaupa hana.
Margar uppskriftir er að finna en þær eru einfaldar og góðar og getur hver og einn bætt sínu tvisti á.
1.kíló Bláskel (meira magn ef fleirri en 4 eru saman), 1 kg. af bláskel eru u.þ.b. 30-40 stk skeljar
4-5 hvítlauksrif
100 gr smjör
1-2 dl hvítvín
Skerið hvítlaukinn í sneiðar og steikið í smjörinu þar til farinn að brúnast og hellið þá hvítvíninu saman við og setjið bláskelina úti, gott er að notast við víðan pott.
Látið malla í 4-6 mínútur og berið svo fram með sítrónu og góðu nýbökuðu brauði. Skreytið með steinselju eða blóðbergi eftir smekk.
Krydda má með salti og pipar úr kvörn eftir smekk.
Athugið: Opin lifandi skel lokar sér ef bankað er létt á hana. Við suðu opnast skelin og ef hún opnast ekki þá er hún ónýt og er þá best að henda henni.
2-300gr af bláskel þýðir að matreiða þarf u.þ.b. kíló.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 20, 2024
September 28, 2022
November 07, 2020