November 07, 2020
Brauðbollu hringur
Þessi var súperfljótlegur, svo mikil snilld að geta stundum töfrað svona gómsætt brauð úr annarri hendinni ef svo má segja en hérna notaði ég einfaldlega brauðbollu mix frá TORO og saman við deigið bætti ég ca.2 msk af þurrkuðu rósmarín og svo stráði ég fersku ofan á ásamt saltflögum en það má nota hvað sem er bæði í brauðið sjálft og ofaná það.
Hnoðið deigið, látið það hefast í þann tíma sem talað er um á pakkanum og myndið svo svona bollur og raðið þeim saman eins og sjá má á myndinni.
Gott er samt að pensla það með eggi áður en rósmarín og salt er sett á.
Að öðru leiti er gott að fylgja leiðbeiningum á pokanum en ég notaði olíu.
Bakið þar til gullinbrúnt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 16, 2024
November 09, 2024 2 Athugasemdir
November 06, 2024