Grilluð bleikja

September 22, 2021

Grilluð bleikja

Grilluð bleikja
Eitt af því sem ég elska svo mikið yfir sumartímann er að grilla nýveiddann fisk eins og Bleikju eða Urriða, nú eða lax en mitt uppáhald er bleikja.

Þessa verslaði ég á Markaðinum á Mosskógum frá Heiðarbæ 1, veidd beint úr Þingvallavatni og var alveg svakalega ljúffeng.

1 Bleikja
1-2 sítrónur, fer eftir stærð fisksins
Salt og pipar úr kvörn og annað krydd eftir smekk
Graslaukur
Steinselja

Kryddið fiskinn og sneiðið niður sítrónurnar og bæði fyllið hann og setjið ofan á.
Pakkið honum inn í álpappír, pakkið honum inn og setji á grillið (eða á grill í ofninum). Það tekur svona ca.10-15 mínútur að grilla eða aðeins lengur ef hann er stærri. 

Með þessu bar ég fram alveg æðislega Graslaukssósu og glænýtt kartöflusmælki en mér finnst rosalega gott að sjóða þær, taka svo vatnið af og þurrsteikja þær aðeins í pottinum og strá smá saltflögum yfir. 

Fyrir þá sem vilja þá má líka hella smá sýrópi yfir svona spari.

Síðan var ég með ferskt salat með.

Daginn eftir var afgangurinn vel nýttur og setti ég fiskinn og kartöflurnar beint út í sósuna og hitaði upp.

Deilið með gleði.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Grillmatur

Grillaðar kótelettur!
Grillaðar kótelettur!

October 22, 2024

Grillaðar kótelettur!
Höldum áfram með einfaldleikann. Hérna er ég með tvær frekar þykkar kótelettur sem ég kryddaði með Seasoning Blends kryddinu, sjá mynd. Setti þær í ofn í um það bil 35.mínútur (gott að setja á útigrillið líka ef þið hafið tök á því)

Halda áfram að lesa

Piparosta hamborgari!
Piparosta hamborgari!

October 18, 2024

Piparosta hamborgari!
Það er fátt eins sem mér finnst gaman, oftast og það er að elda. Líka að prufa mig áfram í allsskonar og hérna kemur ein útfærslan af hamborgara.

Halda áfram að lesa

Grilluð lambarif!
Grilluð lambarif!

July 14, 2024

Grilluð lambarif!
Með heilum skrokk af lambakjöti sem ég verslaði hjá Kjöthöllinni fylgdi með þessi ljúffengu lambarif í súpukjötspakkanum og ég setti þau saman í poka og grillaði þau svo saman. 

Halda áfram að lesa