Grillveisla-naut beint frá býli!

October 18, 2025

Grillveisla-naut beint frá býli!

Grillveisla-naut beint frá býli!
Nýlega er ég byrjuð að kaupa beint frá býli nautakjöt og mér finnst fátt eins skemmtilegt og áhugavert að sjá hvernig mér heppnast eldamennskan þegar kemur að nautinu en viðurkenni það bara fúslega að það hefur verið svona eitt af því sem ég hef verið hræddust við að elda, kannski af því að í gamla daga þá var kjötið ávallt of eldað og stundum eins og skósólar, afsakið orðbragðið en maður skólast til með aldrinum og lærir að það er betra að kaupa gott kjöt og eilítið dýrara og að vera öruggur og ekki verra að hafa snilldar kokka vinkonu á hliðarlínunni en ég næ þessu á endanum, með kjötmælir og öllu tilheyrandi. 

En skellum okkur í grillveisluna!

3 rétta veisla með 1 T-bone steik og Entrecote sem ég keypti frá Mýranauti og svo var ég með Ribey frá Lindarbrekku, allt alveg dásamlega gott og ég get mælt með 200%

Ribey setti ég reyndar í mareneringu deginum áður og notaði ég Caj P. grillolíu 

Þegar kjarnhitinn hefur svo náð 52-54 þá er kjötið tekið af grillinu og látið bíða í 5-10 mínútur. Þessi hiti á við meðdium rear, bætið við fyrir meiri steikingu.

Ef þú átt ekki til kjöthitamælir þá mæli ég með því að þú fjárfestir í einum slíkum, núna!



T-bone steik

Entrecote steik

Ribey

Þriggja rétta, það dugði ekki minna.

Ég var með forsoðnar bökunarkartöflur sem ég var búin að setja í álpappír með slatta af saltflögum. Heimagert salat og rjómapiparosta/sveppasósu.

Rjómapiparosta/sveppasósa

Sósan
1/2 lítri af matreiðslurjóma
1-2 dl af mjólk
1 piparostur
1/2 sveppateningur ef þarf, smakkið til
Sveppir, ca 1 askja

Hitið rjóman og bætið smávegis af mjólk saman við, svona til að fá aðeins meira. Bætið saman við ostinum í bitum, sveppateninginum og látið ostinn bráðna áður en sveppirnir eru settir út í. Þykkið lítilega með sósuþykkni.

Eldunartips frá Kjötkompaníbók sem ég á til frá þeim

Veljið gott kjöt
Gott að fá nautafitu í kjötversluninni og bera aðeins á heita grillteinana eða pönnuna.
Ef þú ert með ómarinerað kjöt, þerraðu þá vel allan vökva af steikinni, það gefur betri steikingu.
Notið alltaf kjarnhitamæli til að hitta á réttu steikinguna, ef þið eigið hann ekki þá er best að drífa í að kaupa einn slíkan (ég átti til einn, alveg ónotaðan) 
Gefa sér góðan tíma í eldamennskuna, það er yfirleitt best að elda steikina á lágum hita og fá jafna steikingu í gegnum allan vöðvann.
Okkar ráð er að loka steikinni á miklum hita og lækka svo hitann niður í 80-100 gráður og klára eldun. 
Láta steikina hvíla í 5-10 mínútur svo að eldunartíma loknum, fer eftir stærð.


Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Grillmatur

Heimagerðir hamborgarar!
Heimagerðir hamborgarar!

August 06, 2025

Heimagerðir hamborgarar!
Fátt betra en að gera sína eigin frá grunni þótt tilbúnir henti oft vel líka en mikið rosalega voru þessir góðir.

Halda áfram að lesa

Beikon borgari!
Beikon borgari!

February 21, 2025

Beikon borgari!
Hamborgari og hamborgari...margar útgáfur í boði, bæði í þyngd og meðlæti ofan á þá og hérna er ein mörgum útfærslum sem ég geri og ykkur að segja þá eru þeir sjaldnast eins hjá mér, elska hreinlega nýjungar!

Halda áfram að lesa

Grillaðar kótelettur!
Grillaðar kótelettur!

October 22, 2024

Grillaðar kótelettur!
Höldum áfram með einfaldleikann. Hérna er ég með tvær frekar þykkar kótelettur sem ég kryddaði með Seasoning Blends kryddinu, sjá mynd. Setti þær í ofn í um það bil 35.mínútur (gott að setja á útigrillið líka ef þið hafið tök á því)

Halda áfram að lesa