August 06, 2025
Heimagerðir hamborgarar!
Fátt betra en að gera sína eigin frá grunni þótt tilbúnir henti oft vel líka en mikið rosalega voru þessir góðir.
500-600 gr af nautahakki
Krydd
Hveiti
1 egg
Aukalega væri hægt að bæta saman við hakkið Ritz kexi, piparosti eða öðrum tegundum
Blandið saman hakkinu með eggi og hveitinu. Hveiti er gott að nota til að halda þeim saman og bætið við hveiti eftir ykkar eigin smekk þar til að þið finnið að þeir eru farnir að haldast saman. Þeir sem vilja ekki hveiti sleppa því. Kryddið vel. Ég nota oftar en ekki Seson All en líka oft Steikarkrydd eða hamborgararkrydd, allt eftir því í hvaða stuði ég er. Við verðum svolítið að finna okkar og vera óhrædd við að prufa okkur áfram.
Skiptið hakkinu í jafna parta, ég var þarna með um 115 gr hvern og pressið þá svo (ef þið eigið hamborgarapressu) eða mótið kúlur og þjappið þeim svo jafn niður og mótið hamborgarann.
Gott er að setja á milli þeirra smjörpappír og frysta svo en ég mæli eingöngu með því ef að nautahakkið er ófrosið í upphafi.
Hamborgari fyrir einn
Með bearnise sósu kaldri, salati, tómötum og agúrku.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 21, 2025
Beikon borgari!
Hamborgari og hamborgari...margar útgáfur í boði, bæði í þyngd og meðlæti ofan á þá og hérna er ein mörgum útfærslum sem ég geri og ykkur að segja þá eru þeir sjaldnast eins hjá mér, elska hreinlega nýjungar!
October 22, 2024
October 18, 2024