February 21, 2025
Beikon borgari!
Hamborgari og hamborgari...margar útgáfur í boði, bæði í þyngd og meðlæti ofan á þá og hérna er ein mörgum útfærslum sem ég geri og ykkur að segja þá eru þeir sjaldnast eins hjá mér, elska hreinlega nýjungar! Þennan er líka vel hægt að skella á grillið þegar vel viðrar.
1 hamborgari á mann og brauð, ég var með 110 gr
Beikon, ca 3 á mann
Kál, tómatar, agúrka
Bearnise sósa köld
Sinnep Svövu, ég var með bragðtegundina Flóka viský en þær eru 5 aðrar í boði
1 ostasneið á mann
Steikar og grill krydd eða hamborgara krydd að ykkar vali
Setjið beikonið ofan á smjörpappír og setjið inn í ofn og þegar það er farið að grillast, snúið því þá við, tekur um ca.15-20 mínútur, svo það er ágætt að byrja áður en borgarinn er steiktur.
Takið beikonið svo út og þerrið ofan á eldhúspappír til að ná mest af fitunni af.
Steikið borgararann á pönnu upp úr smjörlíki eða öðru að ykkar vali, kryddið hann á báðum hliðum og þegar þið sjáið að safinn er farinn að koma upp á yfirborðið á hamborgaranum, snúið honum þá við og lækkið niður hitann í 2 og látið hann malla í smá stund eða þar til hann er steiktur í gegn. Smyrjið þá ofan á hann sinnepinu og setjið ostasneiðina ofan á.
Hitið brauðið í ofni, brauðrist eða Air fryer og smyrjið brauðið með bearnise sósunni, setjið salat ofan á, borgarann og beikonsneiðarnar og lokið með efri hlutanum af brauðinu.
Sjá hér að neðan í myndaseríu
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 06, 2025
Heimagerðir hamborgarar!
Fátt betra en að gera sína eigin frá grunni þótt tilbúnir henti oft vel líka en mikið rosalega voru þessir góðir.
October 22, 2024
October 18, 2024