Risarækjur í barbequesósu
October 20, 2024
Risarækjur í barbequesósuForréttur sem hentar alveg ljómandi vel fyrir einn og minnsta mál að útbúa fyrir fleirri, bara bæta við magnið af risarækjunum og hræra meira saman af rjóma ofl.
Risarækjur
1 dl rjómi
1-2 msk barbeque sósa
Parmesan ostur
Raðið risarækjunum í lítið eldfast mót.
Hrærið saman rjómanum og barbeque sósunni og hellið yfir rækjurnar.
Stráið Parmesan ost yfir og setjið inn í ofn á 180°c í ca 7-10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
Berið fram með ristuðu brauði eða brauðbollum.
Njótið & deilið með vinum, bestu þakkir fyrir.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.