Ýsa í Mango karrí rjómasósu!

November 10, 2020 2 Athugasemdir

Ýsa í Mango karrí rjómasósu!

Ýsa í Mango karrí rjómasósu!

Réttur fyrir 3-4

Ýsa var það heillin í rjómasósu með Mango Karrí ofl gómsætum kryddum. 
Kom heim og týndi út það sem ég átti til og útkoman var hreint út dásamlega góð, en ég tek það fram að í þennan rétt er algjört atriðið að setja út í hann Mangó Karrí!

1 sæt kartafla, skorin í teninga
1 rauðlaukur, skorin niður
4-5 stk ýsa, meira ef fleirri eru í mat
Blaðlaukur eftir smekk
1 peli rjómi
1-2 tsk Mangó karrí
1 tsk karrí
1 tsk paprika

Gott er að byrja á að skera sætu kartöflurnar i teninga/bita og sjóða þá í ca 20 mínútur.
Sjóðið þar næst fiskinn líka ef þið viljið flýta fyrir og hann er tekinn út frosinn annars má bara leggja hann beint ofan á sætu í eldfast mót, skerið niður blaðlaukinn og rauðlaukinn og setjið yfir. Hrærið kryddið út í rjómann og hellið yfir réttinn og bakið svo í ofni í ca.20-30 mín eða þar til rauðlaukurinn er orðin mjúkur.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




2 Svör

Ingunn
Ingunn

March 14, 2021

Sæl, ég fékk þetta krydd að mig minnir í Hagkaup einhverntíman og það er frá Santa Maria.

Sigurlín Tómasdóttir
Sigurlín Tómasdóttir

February 26, 2021

Hvar fæst mangó karrý og hver framleiðir?

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa

Lax í ofni með aspas!
Lax í ofni með aspas!

August 07, 2024

Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!

Halda áfram að lesa

Fiskibollur Tikka Masala!
Fiskibollur Tikka Masala!

July 29, 2024

Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.

Halda áfram að lesa