November 10, 2020
Ýsa í Mango karrí rjómasósu!
Réttur fyrir 3-4
Ýsa var það heillin í rjómasósu með Mango Karrí ofl gómsætum kryddum.
Kom heim og týndi út það sem ég átti til og útkoman var hreint út dásamlega góð, en ég tek það fram að í þennan rétt er algjört atriðið að setja út í hann Mangó Karrí!
1 sæt kartafla, skorin í teninga
1 rauðlaukur, skorin niður
4-5 stk ýsa, meira ef fleirri eru í mat
Blaðlaukur eftir smekk
1 peli rjómi
1-2 tsk Mangó karrí
1 tsk karrí
1 tsk paprika
Gott er að byrja á að skera sætu kartöflurnar i teninga/bita og sjóða þá í ca 20 mínútur.
Sjóðið þar næst fiskinn líka ef þið viljið flýta fyrir og hann er tekinn út frosinn annars má bara leggja hann beint ofan á sætu í eldfast mót, skerið niður blaðlaukinn og rauðlaukinn og setjið yfir. Hrærið kryddið út í rjómann og hellið yfir réttinn og bakið svo í ofni í ca.20-30 mín eða þar til rauðlaukurinn er orðin mjúkur.
January 09, 2021
December 20, 2020
November 10, 2020