Ýsa í Mango karrí rjómasósu!

November 10, 2020 2 Athugasemdir

Ýsa í Mango karrí rjómasósu!

Ýsa í Mango karrí rjómasósu!

Réttur fyrir 3-4

Ýsa var það heillin í rjómasósu með Mango Karrí ofl gómsætum kryddum. 
Kom heim og týndi út það sem ég átti til og útkoman var hreint út dásamlega góð, en ég tek það fram að í þennan rétt er algjört atriðið að setja út í hann Mangó Karrí!

1 sæt kartafla, skorin í teninga
1 rauðlaukur, skorin niður
4-5 stk ýsa, meira ef fleirri eru í mat
Blaðlaukur eftir smekk
1 peli rjómi
1-2 tsk Mangó karrí
1 tsk karrí
1 tsk paprika

Gott er að byrja á að skera sætu kartöflurnar i teninga/bita og sjóða þá í ca 20 mínútur.
Sjóðið þar næst fiskinn líka ef þið viljið flýta fyrir og hann er tekinn út frosinn annars má bara leggja hann beint ofan á sætu í eldfast mót, skerið niður blaðlaukinn og rauðlaukinn og setjið yfir. Hrærið kryddið út í rjómann og hellið yfir réttinn og bakið svo í ofni í ca.20-30 mín eða þar til rauðlaukurinn er orðin mjúkur.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




2 Svör

Ingunn
Ingunn

March 14, 2021

Sæl, ég fékk þetta krydd að mig minnir í Hagkaup einhverntíman og það er frá Santa Maria.

Sigurlín Tómasdóttir
Sigurlín Tómasdóttir

February 26, 2021

Hvar fæst mangó karrý og hver framleiðir?

Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Ýsa í sesam og kókosraspi
Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

Halda áfram að lesa

Fiskur í baconsósu
Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í bacon-sósu og bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

Halda áfram að lesa

Túnfisk steik með hollandaise
Túnfisk steik með hollandaise

February 01, 2023

Túnfisk steik með hollandaise
Áramótin 2022-2023 voru tekin í rólegheitunum með einni ljúfengri Túnfisk steik eins og síðustu tvö árin á undan. Meðlætið er þó aldrei það sama og að þessu sinni var ég með Toro hollandaise sósu sem ég gerði að minni með tvisti,

Halda áfram að lesa