Urriði grillaður í ofni

April 21, 2022

Urriði grillaður í ofni

Urriði grillaður í ofni
Þennan átti ég til í frystinum frá því í haust en þá keypti ég hann á markaðinum á Mosskógum í Mosfellsdalnum beint frá býli veiddann í Þingavalla vatni. 
Sjá má greinina sem ég skrifaði um hann hér:

1.stk  Urriðið/Bleikja/Silungur eða fleirri
Lime
Salt & pipar eða annað gott fisk krydd
Basilíku blöð
Rauðlauk
Sætar kartöflur
Basil olíu eða aðra eftir smekk

Kryddið fiskinn í bak og fyrir og innan í líka. Raðið sneiðum af lime inni hann og ofan á og nokkrum basilíku laufum. Skerið sæta kartöflu í sneiðar og raðið með ásamt rauðlauknum, saltið og piprið kartöflurnar ef vill og hellið yfir hann olíu. Pakkið svo inn í álpappír og setjið inn í ofn á 180°c í um 35-40 mínútur, gott er að stinga smá í kartöflurnar svo þær séu sneggri að eldast, svo fiskurinn verði ekki þurr eða bara að setja þær inn í ofn sér aðeins áður.


Ég var með kalda bearnissósu með í þetta sinn.

Njótið & deilið með gleði...

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa

Lax í ofni fyrir einn!
Lax í ofni fyrir einn!

June 06, 2025

Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.

Halda áfram að lesa