Urriði grillaður í ofni

April 21, 2022

Urriði grillaður í ofni

Urriði grillaður í ofni
Þennan átti ég til í frystinum frá því í haust en þá keypti ég hann á markaðinum á Mosskógum í Mosfellsdalnum beint frá býli veiddann í Þingavalla vatni. 
Sjá má greinina sem ég skrifaði um hann hér:

1.stk  Urriðið/Bleikja/Silungur eða fleirri
Lime
Salt & pipar eða annað gott fisk krydd
Basilíku blöð
Rauðlauk
Sætar kartöflur
Basil olíu eða aðra eftir smekk

Kryddið fiskinn í bak og fyrir og innan í líka. Raðið sneiðum af lime inni hann og ofan á og nokkrum basilíku laufum. Skerið sæta kartöflu í sneiðar og raðið með ásamt rauðlauknum, saltið og piprið kartöflurnar ef vill og hellið yfir hann olíu. Pakkið svo inn í álpappír og setjið inn í ofn á 180°c í um 35-40 mínútur, gott er að stinga smá í kartöflurnar svo þær séu sneggri að eldast, svo fiskurinn verði ekki þurr eða bara að setja þær inn í ofn sér aðeins áður.


Ég var með kalda bearnissósu með í þetta sinn.

Njótið & deilið með gleði...


Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Sítrónumareneraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar
Sítrónumareneraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar

September 16, 2021

Sítrónumareneraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar með timían & rósmarín.
Það er eitthvað roslega gott við létt saltaðan fisk og þorskhnakkarnir eru svona

Halda áfram að lesa

Fiskiklattar
Fiskiklattar

July 22, 2021

Fiskiklattar
Svona klatta fékk ég reglulega þegar ég var barnapía í sveit 14.ára gömul og fannst mér þetta alveg með því besta sem ég fékk enda kannski nýtt fyrir mér 

Halda áfram að lesa

Léttsaltaðir þorskfiskhnakkar
Léttsaltaðir þorskfiskhnakkar

May 29, 2021

Léttsaltaðir þorskfiskhnakkar
Með stöppuðum olívum og salati, afar einfalt, fljótlegt og gott.
Þeir eru vinsælir og henta vel á pönnuna og grillið, allt eftir því hvað hentar best

Halda áfram að lesa