April 21, 2022
Urriði grillaður í ofni
Þennan átti ég til í frystinum frá því í haust en þá keypti ég hann á markaðinum á Mosskógum í Mosfellsdalnum beint frá býli veiddann í Þingavalla vatni.
Sjá má greinina sem ég skrifaði um hann hér:
1.stk Urriðið/Bleikja/Silungur eða fleirri
Lime
Salt & pipar eða annað gott fisk krydd
Basilíku blöð
Rauðlauk
Sætar kartöflur
Basil olíu eða aðra eftir smekk
Kryddið fiskinn í bak og fyrir og innan í líka. Raðið sneiðum af lime inni hann og ofan á og nokkrum basilíku laufum. Skerið sæta kartöflu í sneiðar og raðið með ásamt rauðlauknum, saltið og piprið kartöflurnar ef vill og hellið yfir hann olíu. Pakkið svo inn í álpappír og setjið inn í ofn á 180°c í um 35-40 mínútur, gott er að stinga smá í kartöflurnar svo þær séu sneggri að eldast, svo fiskurinn verði ekki þurr eða bara að setja þær inn í ofn sér aðeins áður.
Ég var með kalda bearnissósu með í þetta sinn.
Njótið & deilið með gleði...
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 10, 2025
Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman.
February 10, 2025
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.
January 24, 2025
Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.