Urriði grillaður í ofni

April 21, 2022

Urriði grillaður í ofni

Urriði grillaður í ofni
Þennan átti ég til í frystinum frá því í haust en þá keypti ég hann á markaðinum á Mosskógum í Mosfellsdalnum beint frá býli veiddann í Þingavalla vatni. 
Sjá má greinina sem ég skrifaði um hann hér:

1.stk  Urriðið/Bleikja/Silungur eða fleirri
Lime
Salt & pipar eða annað gott fisk krydd
Basilíku blöð
Rauðlauk
Sætar kartöflur
Basil olíu eða aðra eftir smekk

Kryddið fiskinn í bak og fyrir og innan í líka. Raðið sneiðum af lime inni hann og ofan á og nokkrum basilíku laufum. Skerið sæta kartöflu í sneiðar og raðið með ásamt rauðlauknum, saltið og piprið kartöflurnar ef vill og hellið yfir hann olíu. Pakkið svo inn í álpappír og setjið inn í ofn á 180°c í um 35-40 mínútur, gott er að stinga smá í kartöflurnar svo þær séu sneggri að eldast, svo fiskurinn verði ekki þurr eða bara að setja þær inn í ofn sér aðeins áður.


Ég var með kalda bearnissósu með í þetta sinn.

Njótið & deilið með gleði...

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa

Ýsa í sesam og kókosraspi
Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

Halda áfram að lesa

Fiskur í baconsósu
Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í bacon-sósu og bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

Halda áfram að lesa