Urriði grillaður í ofni

April 21, 2022

Urriði grillaður í ofni

Urriði grillaður í ofni
Þennan átti ég til í frystinum frá því í haust en þá keypti ég hann á markaðinum á Mosskógum í Mosfellsdalnum beint frá býli veiddann í Þingavalla vatni. 
Sjá má greinina sem ég skrifaði um hann hér:

1.stk  Urriðið/Bleikja/Silungur eða fleirri
Lime
Salt & pipar eða annað gott fisk krydd
Basilíku blöð
Rauðlauk
Sætar kartöflur
Basil olíu eða aðra eftir smekk

Kryddið fiskinn í bak og fyrir og innan í líka. Raðið sneiðum af lime inni hann og ofan á og nokkrum basilíku laufum. Skerið sæta kartöflu í sneiðar og raðið með ásamt rauðlauknum, saltið og piprið kartöflurnar ef vill og hellið yfir hann olíu. Pakkið svo inn í álpappír og setjið inn í ofn á 180°c í um 35-40 mínútur, gott er að stinga smá í kartöflurnar svo þær séu sneggri að eldast, svo fiskurinn verði ekki þurr eða bara að setja þær inn í ofn sér aðeins áður.


Ég var með kalda bearnissósu með í þetta sinn.

Njótið & deilið með gleði...

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskibollur í karrísósu
Fiskibollur í karrísósu

April 15, 2024

Fiskibollur í karrísósu
Heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Hérna var ég með lauk með, dásamlega gott kartöflusalt og rúgbrauð með smjöri, himnesk blanda.

Halda áfram að lesa

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

April 03, 2024

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.

Halda áfram að lesa

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro

March 20, 2024

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ég elska að prufa nýja rétti eins og hugsanlega mörg ykkar eruð farin að kannast við og hérna lagði ég upp með að vera með Tikka Masala sósuna frá Toro og myndaði hana með en breytti svo snögglega í Balí sósuna þar sem ég taldi hana eiga betur við í þetta sinn, geri hina bara seinna.

Halda áfram að lesa