Mosskógar í Mosfellsdal

August 21, 2021

Mosskógar í Mosfellsdal

Mosskógar 
Mosskógar eru staðsettir í Mosfelldalnum, sem er staðsett rétt  utan bæjarmörk höfuðborgarinnar á leið til Þingvalla en þar má finna þennan flotta markað sem er opinn á laugardögum frá 10-15.

Það er hann Jón Jónsson sem rekur staðinn ásamt henni Völu Ólafsdóttir unnustu sinni og hefur þeim tekist listavel upp með að bjóða upp á nýupptekið grænmeti ofl skemmtilegt.

Dásamlegur staður að heimasækja þegar uppskeran byrjar og alveg fram í október. Koma og næla sér í glænýtt grænmeti ofl girnilegt sem þar er á boðstólunum hjá þeim að hverju sinni. Þarna er líka hægt að kaupa sér falleg blóm, allsskonar sultur, glænýja bleikju og reykta líka beint úr Þingvallavatni og margt margt fleirra.

Hérna er hún Ólöf Björg Einarsdóttir sem býður upp á nýveidda Bleikju og Urriða úr Þinvallavatni, einnig taðreykta og birkireykta og er hægt er að kaupa af þeim líka á Heiðarbæ 1 í Grafninginum þess fyrir utan.

        
Þarna koma líka ýmsir aðilar og selja tilbúin mat ofl góðgæti en mér finnst mjög spennandi og að kynnast matarmenningu annarra þjóða.

Ég smakkaði gómsætt bakkelsi að hætti Kúrda en þar stóðu þeir Lawand og Othman vaktina með allsskonar heita rétti líka. 
      
Hún Anna Margrét Ólafsdóttir hjá AMO Crêpes var líka á staðnum með sýnar afurðir og þær ætla ég svo sannarlega að smakka næst en hún er þarna líka regluega ásamt því að vera á ýmsum hátíðum og viðburðum og svo tekur hún líka að sér að koma í matarboð og elda fyrir gestina með bæði Galetta (ósætum pönnukökum) sem aðalrétt og Crêpes (sætar pönnukökur) í desert. Hljómar dásamlega vel ekki satt. Facebook síðuna hennar má nálgast hérna.
        
Svo voru tvær konur með ljúffengan mat og bakkelsi frá Uganda sem var virkilega góður og mig hlakkar til að prufa eitthvað nýtt næst þegar ég á leið um en það mun ég svo sannarlega gera öðru hverju og fylla á ísskápinn minn af glænýju eðalgrænmeti  og fleirru góðmeti beint frá bónda.
      
Svo hitti ég hana Jónu Maríu en hún var að selja sínar dásamlegu Bliss kúlur sem eru vegan og sykurlausar og ég get sagt ykkur að ég er búin að gæða mér á tvemur tegundum hjá henni og get ekki beðið eftir því að smakka fleirri, þær rokka. (þær eru núna orðnar 4, namm namm)

Hjónin Eyjólfur Friðgeirsson og frú frá Íslenskri hollustu voru með ýmislegt góðgæti á boðstólunum.


Jón eigandi stendur vaktina í afgreiðslunni.

Þau eru með síðu á facebook sem hægt er að fylgjast með öllum þeirra viðburðum og eins er þarna skemmtilegt tjaldsvæði sem hefur nýlega allt verið endurnýjað. Sjá 
hér

Að Mosskógum er tjaldsvæðið opið frá 15.maí til 1.nóvember. 
Grænmetismarkaðurinn er líka alla laugardaga frá byrjun júlí fram í október en trjáplöntusalan er allt árið hjá þeim.

Ég mæli með heimsókn og að taka með sér körfu eða fjölnotapoka undir grænmetið sem er verslað er og annað gotterí.

Njótið og deilið áfram með gleði svo aðrir viti af þessum dásamlega markaði við borgarræturnar.

Texti & myndir
Ingunn Mjöll



Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Stóreldhússýningin 2024!
Stóreldhússýningin 2024!

December 13, 2024

Stóreldhússýningin Laugardalshöll
Var haldinn dagana 31.október og 1.nóvember 2024 í Laugardalshöllinni. 
Þarna eru fjöldinn allur af matvælatengdum fyrirtækjum á markaðinum saman komin til að kynna sig og sjá aðra. Alltaf jafn gaman að koma og sjá, fræðast og smakka nýjungar sem mörg fyrirtækjanna eru með á boðstólunum.

Halda áfram að lesa

Hellarnir við Hellu!
Hellarnir við Hellu!

December 12, 2024

Hellarnir við Hellu!
Lengi langað til að skella mér í þessa hellaskoðunarferð á Hellu og lét loksins verða að því þegar ég dvaldi í viku í Fljótshlíðinni. Ég skellti mér í ferð sem boðið var upp á fyrir íslensku mælandi en þær eru auglýstar sérstaklega. 

Halda áfram að lesa

Halló Selfoss!
Halló Selfoss!

December 06, 2024

Halló Selfoss!
Ég elska fyrirtækjakynningar og kynningar á einyrkjum um allt land og hérna eru New Icelanders í Félagi Fka kvenna að bjóða konum á Selfoss þann 28.september 2024 og nágrenni í skemmtilegar kynningar á nokkrum fyrirtækjum.

Halda áfram að lesa