Túnfisk steik með hollandaise

February 01, 2023

Túnfisk steik með hollandaise

Túnfisk steik með hollandaise
Áramótin 2022-2023 voru tekin í rólegheitunum með einni ljúfengri Túnfisk steik eins og síðustu tvö árin á undan. Meðlætið er þó aldrei það sama og að þessu sinni var ég með Toro hollandaise sósu sem ég gerði að minni með tvisti, grateneraðar kartöflur og smábrauð með tómötum og Primadonna osti bræddum ofan á.

Þetta var sælkeraveisla fyrir sælkerann mig!

Túnfisk steik
Salt og pipar úr kvörn
Dill
Smjör/smjörlíki

Athugið að steikja ekki lengur en 1.mínútu á hvorri hlið því steikin heldur áfram að eldast eftir að hún er tekin af pönnunni og við viljum ekki að hún endi sem góð í túnfisk salatið (en ef, þá yrði það dýrindis túnfisk salat).

Ég skellti dill grein á pönnuna og steikti á henni eins og sjá má, alltaf að prufa eitthvað nýtt.

Látið þetta ekki blekkja ykkur þótt hún virðist vera hrá í miðjunni, hún heldur áfram að eldast, munið!

Kartöflugratínið mitt:

Skerið niður kartöflur í sneiðar og kryddið með salt og pipar úr kvörn

Skerið niður rauðlauk og bætið við og svo átti ég til grænan aspas sem ég bætti út á líka.

Hellið rjómapela yfir og bætið við rifnum osti til að gratinera. Ég notaði reyndar Primadonna osti en ég hreinlega elska þann ost á næstu allt.
Tekur um 25-30 mínútur í ofni.

Smábrauð, smurt með rjómaosti, kokteiltómatar skornir í sneiðar og settir ofan á ásamt Primadonna ostinum. Sett inn í ofn í um 5.mínútur með kartöflunum í restina eða hreinlega sett í Air fryerinn í um 2-3 mínútur.

Ég var líka með Portobello svepp sem ég fyllti með rjómaosti, þennan gamla í Bláu dósunum og að sjálfsögðu Primadonna ost ofan á, þið eruð að ná þessu með ostinn er það ekki ;) 


Lagt á borð fyrir 1 og skálað með hvítvíni, þakkað fyrir gamla árið og hlakkað til að taka á móti nýju ári 2023

Hérna má svo finna uppskriftina af sósunni sem ég var með, sósa með tvisti með Hollandaise sósu grunn frá Toro, sjá uppskrift

Væri gaman ef þessu væri deilt áfram, takk fyrir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa

Lax í ofni með aspas!
Lax í ofni með aspas!

August 07, 2024

Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!

Halda áfram að lesa

Fiskibollur Tikka Masala!
Fiskibollur Tikka Masala!

July 29, 2024

Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.

Halda áfram að lesa