April 14, 2020 2 Athugasemdir
Steiktur fiskur í raspi
Íslendingar elska steiktan fisk í raspi allt árið um kring og svo er þetta líka bara svo einfalt og fljótlegt.
1 flak ýsa eða 4-5 bitar
rasp
1 egg
smjörklípa
fisk krydd
Salt og pipar
Sítróna
Hrærið eggið og veltið svo fiskinum upp úr egginu fyrst og síðan raspinu.
Látið smjörið bráðna á pönnu og setjið fiskinn á pönnuna, kryddið eftir smekk.
Veltið svo fiskinum og kryddið á þeirri hlið líka, lækkið hitann og látið malla í ca 5. min eða þar til hann er fulleldaður.
Borið fram með soðnum kartöflum og remulaði.
Gott er að setja smá sítrónu ofan á fiskinn.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 18, 2024
takk fyrir góð síða
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.
June 11, 2025
Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!
June 06, 2025
Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.
Ingunn Mjöll
June 19, 2024
Gaman að heyra það David, takk fyrir.
Bkv Ingunn Mjöll/Islandsmjoll