Steiktur Doritos fiskur

May 21, 2020

Steiktur Doritos fiskur

Steiktur Doritos fiskur 
Fiskur og fiskur, óteljandi útgáfur af matreiðslu og einu sinni hefði okkur ekki dottið í hug að velta fisk upp úr Doritos og kornflexi!

800 gr fiskflök, ýsa eða annað gott 
5 dl. Doritos 
2 ½ dl. Kornflex 
1 dl. Hveiti 
1 stk. Egg 
1 dl. Mjólk 
1 msk. Steinselja 
Salt og pipar 
Olía 

Doritos flögur og kornflex mulið smátt í matvinnsluvél, bætið steinselju út í.
Eggið slegið saman við mjólkina.
Fiskur roðdreginn og beinhreinsaður, skorinn í hæfileg stykki.
Hveiti kryddað með salti og pipar.
Veltið fiskstykkjum upp úr hveitinu og hristið umfram hveiti af, dýfið í eggjablönduna og veltið síðan upp úr Doritos-raspinu, þrýstið létt á stykkin.
Steikið fiskinn á vel heitri pönnu uns hann er gullinbrúnn.

Gott að hafa soðnar kartöflur, sósu og grænmetissalat með.
Ég var með eðal eplasalat með, uppskrift sem ég fékk einu sinni hjá vinkonu minni hægt að sjá uppskriftina hérna

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Plokkfiskur a la bearnaise!
Plokkfiskur a la bearnaise!

November 23, 2023

Plokkfiskur a la bearnaise!
Enn aftur tilrauna eldhúsið mitt í gangi og núna bauð ég vinkonu minni í mat í Gratineraðan plokkfisk í bearnaise sósu og við vorum sammála um að þessi yrði gerður aftur, virkilega góð tilbreyting frá þessum hefðbundna og virkilega góður. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Gratineraður fiskur í karrísósu
Gratineraður fiskur í karrísósu

October 30, 2023

Gratineraður fiskur í karrísósu
Ég hef mjög gaman af því að setja saman allsskonar hráefni í matargerð og prufa mig áfram. Sumir réttanna koma hérna inn en bara ef þeir slá í gegn og eru góðir. 
Þessi var virkilega góður og líka upphitaður í tvo daga á eftir.

Halda áfram að lesa

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa