Steiktur Doritos fiskur

May 21, 2020

Steiktur Doritos fiskur

Steiktur Doritos fiskur 
Fiskur og fiskur, óteljandi útgáfur af matreiðslu og einu sinni hefði okkur ekki dottið í hug að velta fisk upp úr Doritos og kornflexi!

800 gr fiskflök, ýsa eða annað gott 
5 dl. Doritos 
2 ½ dl. Kornflex 
1 dl. Hveiti 
1 stk. Egg 
1 dl. Mjólk 
1 msk. Steinselja 
Salt og pipar 
Olía 

Doritos flögur og kornflex mulið smátt í matvinnsluvél, bætið steinselju út í.
Eggið slegið saman við mjólkina.
Fiskur roðdreginn og beinhreinsaður, skorinn í hæfileg stykki.
Hveiti kryddað með salti og pipar.
Veltið fiskstykkjum upp úr hveitinu og hristið umfram hveiti af, dýfið í eggjablönduna og veltið síðan upp úr Doritos-raspinu, þrýstið létt á stykkin.
Steikið fiskinn á vel heitri pönnu uns hann er gullinbrúnn.

Gott að hafa soðnar kartöflur, sósu og grænmetissalat með.
Ég var með eðal eplasalat með, uppskrift sem ég fékk einu sinni hjá vinkonu minni hægt að sjá uppskriftina hérna

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa