Skötuboð

December 20, 2020 2 Athugasemdir

Skötuboð

Þorláksmessu skata (& saltfiskur)
Frá því að ég man eftir mér þá hefur verið boðið upp á skötu í mínu uppeldi en hann Þorleifur afi minn var fisksali og þá þekktist það að hún var borðuð reglulega yfir árið þótt svo að í dag sé hún bara á boðstólunum á mínu heimili 1.sinni á ári en ég elska Skötu og finnst hún alveg æðisleg en ég blanda henni saman við saltfisk, kartöflur og rófur stundum og helli sjóðandi Hamsatólg yfir, vá hvað mig hlakkar til.

Að sjóða skötu & saltfisk er afar einfallt en ég læt yfirleitt suðuna koma upp á vatninu áður en ég set fiskinn út í (en þá freyðir ekki ofan á fiskinum) og hann er tilbúinn á innan við 10.mínútum en svo er það svolítið annað með skötuna en hún þarf aðeins lengri tíma, ca 15-20 mínútur.

Hérna fann ég svo uppskrift sem er vestfirsk og læt hana fylgja með.

Vestfirsk skata að gömlum sið

800 g skata, vel kæst
300 g vestfirskur hnoðmör,
salt

Matreiðsla
Sjóðið skötuna, hreinsið brjósk og roð af skötunni. Stappið vel saman við hana hnoðmör og saltið eftir smekk.


Berið stöppuna fram heita með kartöflum og rúgbrauði. Einnig má láta stöppuna kólna í formi, skera hana í sneiðar og hafa hana með brauði. Í staðinn fyrir hnoðmör má nota tólg eða súrt smjör.

Skötustappa

700 g skata, kæst eða söltuð
300 g kartöflur, soðnar
160 g smjör
4 stk hvítlauksrif.
pipar, nýmalaður
salt
steinselja

Matreiðsla
Sjóðið skötuna og kartöflurnar og saxið niður hvítlauksrifin. Búið til mauk úr skötunni og kartöflunum. Hrærið mjúkt smjörið saman við ásamt hvítlauknum. Bragðbætið með salti og pipar.

Berið skötustöppuna fram með brauði og smjöri.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




2 Svör

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

December 26, 2024

Sæll Konráð

Já veistu ef það væri nú svo gott en ég vona að þú hafir nú nælt þér í skötuboð og óska þér gleðilegrar hátíðar.

Jólakveðja
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll

Konráð Rúnar Friðfinnsson
Konráð Rúnar Friðfinnsson

December 26, 2024

Getur maður keypt soðna skötu hjá ykkur með öllu allt tilheyrandi fengi sent heim til sín?

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!

January 13, 2025

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Hvort heldur sem þú átt afgang af plokkfisk eða býrð hann til frá grunni þá er þetta skemmtileg tilbreytin frá því hefðbundna og svo er einfalt að frysta og taka svo út einn og einn, smá hugmynd frá hagsýnu húsmóðurinni.

Halda áfram að lesa

Saltfiskbollur með rúsínum!
Saltfiskbollur með rúsínum!

January 06, 2025

Saltfiskbollur með rúsínum!
Ein af þessum sem eru búnar að vera í fórum mínum í mörg ár en lét loksins verða að því að búa til. Skemmtileg og góð tilbreyting og rúsínurnar toppurinn á bragðið, svona fyrir þá sem eru fyrir rúsínur, hinir bara sleppa þeim.

Halda áfram að lesa

Saltfiskur í Kormasósu!
Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa